Arctic Trucks breytir Dacia Duster

Breyttur Dacia Duster kemst enn lengra.
Breyttur Dacia Duster kemst enn lengra.

BL hefur látið breyta einum Dacia Duster hjá Arctic Trucks til að kynna fyrir viðskiptavinum sínum sem vilja komast enn lengra á þessum duglega og sterkbyggða fjórhjóladrifna sportjeppa.

Um er að ræða 30" Arctic Trucks Offroad Special breytingu sem kostar 395 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum frá BL.

Í henni felst 30 tommu breytingarpakki frá Artic Trucks, 20 mm hækkun bílsins, sérpantaðar 17 tommu útvíðar felgur, 245/65/17 Dick Cepek jeppadekk auk þess sem skorið er lítillega úr brettum vegna beygjuradíuss. Langbogar og aurhlífar eru partur af staðalbúnaði.

Með þessum breytingum, sem sjá má af meðfylgjandi myndum, myndi bíllinn kosta því  4.285.000 krónur.

Breyttur Dacia Duster kemst enn lengra.
Breyttur Dacia Duster kemst enn lengra.
mbl.is

Bloggað um fréttina