Sala á rafbílum í Danmörku hefur staðnað eftir breytingar á reglum um fjárhagslegan ávinning af notkun þeirra og breytingar á gjöldum er þá varða.
Alls eru 55 rafbílasalar í Danmörku og þykir ný rannsókn á vegum vefsetursins zero2 ekki sérlega hagstæð þeim.
Niðurstaðan þykir útskýra að minnsta kosti að hluta hvers vegna sala á rafbílum stendur í stað. Hún er nefnilega sú að gríðarlegur munur sé á þekkingu á rafbílum hjá starfsmönnum rafbílaumboðanna.
Í raun þykja einungis rafbílar Tesla og BMW hafa náð viðunandi sölu en aftur á móti hafa rafbílar merkja eins og Mercedes-Benz, Citroën og Peugeot dalað verulega í sölu.
agas@mbl.is