Vita lítið um rafbíla

Rafbíll tengdur við hleðslustaur.
Rafbíll tengdur við hleðslustaur. AFP

Sala á raf­bíl­um í Dan­mörku hef­ur staðnað eft­ir breyt­ing­ar á regl­um um fjár­hags­leg­an ávinn­ing af notk­un þeirra og breyt­ing­ar á gjöld­um er þá varða.

Alls eru 55 raf­bíla­sal­ar í Dan­mörku og þykir ný rann­sókn á veg­um vef­set­urs­ins zero2 ekki sér­lega hag­stæð þeim.

Starfs­menn umboða úti á þekju

Niðurstaðan þykir út­skýra að minnsta kosti að hluta hvers vegna sala á raf­bíl­um stend­ur í stað. Hún er nefni­lega sú að gríðarleg­ur mun­ur sé á þekk­ingu á raf­bíl­um hjá starfs­mönn­um raf­bílaum­boðanna.

Í raun þykja ein­ung­is raf­bíl­ar Tesla og BMW hafa náð viðun­andi sölu en aft­ur á móti hafa raf­bíl­ar merkja eins og Mercedes-Benz, Citroën og Peu­geot dalað veru­lega í sölu.

agas@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »