Strætó kaupir kínverska rafmagnsknúna vagna

Kínversku rafvagnarnir verða með sams konar innréttingu og aðrir vagnar …
Kínversku rafvagnarnir verða með sams konar innréttingu og aðrir vagnar Strætó. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að taka tilboði kínverska strætisvagnaframleiðandans Yutong Eurobus og ætlar að kaupa fjóra rafmagnsknúna strætisvagna af fyrirtækinu fyrir tæplega 300 milljónir króna.

Þetta verða fyrstu kínversku strætisvagnarnir sem Strætó kaupir og jafnframt þeir fyrstu sem verða knúnir áfram af rafmagni, samkvæmt því sem Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir.

Fjögur tilboð bárust í vagnana en kínverska tilboðið var hagstæðast og fékk hæstu einkunn valnefndar, að því er fram kemur í umfjöllun um rafvagnakaup þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: