Hjólin vinsælli en bíllinn í Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn hefur lengi þótt Mecca hjólreiðafólks, en í haust var …
Kaupmannahöfn hefur lengi þótt Mecca hjólreiðafólks, en í haust var fjöldi reiðhjóla á götum borgarinnar í fyrsta skipti meiri en fjöldi bíla. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um­ferð hjóla mæld­ist nú í haust í fyrsta skiptið meiri en um­ferð bíla í Kaup­manna­höfn, en sam­kvæmt mæl­ingu í sept­em­ber voru tal­in hjól 265.700 á móti 252.600 bíl­um sem fóru inn og út úr borg­inni. Þetta er fjölg­un um 35.800 hjól frá því á sama tíma í fyrra. Yf­ir­völd í Kaup­manna­höfn hafa frá því árið 1970 mælt um­ferðina á þenn­an hátt og hafa vin­sæld­ir hjóls­ins sem far­ar­máta auk­ist mikið und­an­far­in 10 ár. 

Yf­ir­völd í Kaup­manna­höfn hafa á und­an­förn­um 10 árum sett 1 millj­arð danskra króna, eða um 17 millj­arða auka­lega í ým­is­kon­ar upp­bygg­ingu hjól­reiðainnviða, svo sem hjóla­brúa. Þetta hef­ur skilað sér í gríðarlegri fjölg­un þeirra sem ákveða að fara í og úr vinnu eða námi á hjóli.

Kaupmannahöfn.
Kaup­manna­höfn. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Rann­sókn­ir sem hafa verið gerðar á ferðavenj­um Kaup­manna­hafna­r­í­búa benda til þess að 41% þeirra not­ist við hjól til að fara til vinnu. 27% not­ast við al­menn­ings­sam­göng­ur og 26% við einka­bíl­inn. Mark­mið Kaup­manna­hafn­ar­borg­ar er að notk­un hjóla fari aldrei und­ir 30% og að notk­un bíla fari aldrei yfir 30%.

Lesa má nán­ar um niður­stöður taln­ing­ar­inn­ar og hjóla­venj­ur Kaup­manna­hafn­ar­búa á vef Copen­hagenize

mbl.is

Bloggað um frétt­ina