Vistvænir bílar eru í stórsókn

„Sala vistvænna bíla hefur aukist gríðarlega mikið frá í fyrra. …
„Sala vistvænna bíla hefur aukist gríðarlega mikið frá í fyrra. Markaðurinn er að stækka en þessum bílum hefur líka verið rosalega vel tekið. Svo hafa stjórnvöld sýnt þessum málum áhuga,“ segir Friðbert Friðbertsson. mbl.is/Styrmir Kári

Við erum að leggja voðal­ega mikla áherslu á þess­ar teg­und­ir bif­reiða og höf­um mik­inn áhuga á vist­væn­um sam­göng­um, enda með ein­stak­ar aðstæður á Íslandi til þess. Þá er ég bæði að hugsa um raf­magns­bíl­ana, ten­gilt­vinn­bíl­ana og met­anið.“

Þannig mæl­ir Friðbert Friðberts­son, for­stjóri Heklu, við bíla­blað Morg­un­blaðsins. Um helg­ina lauk svo­nefnd­um vist­væn­um dög­um fyr­ir­tæk­is­ins þar sem vist­væn­ir bíl­ar voru í fyr­ir­rúmi auk margs kon­ar fróðleiks og fræðslu sem boðið var upp á.

Friðbert seg­ir aðstæður til að nýta met­an í sam­göng­um á Íslandi mjög sér­stak­ar. „Þetta er,eins og raf­magnið, inn­lend­ur orku­gjafi. Met­anið er unnið úr rusli svo það er skemmti­legt að geta gert eitt­hvað gagn­legt úr því. Mér hef­ur fund­ist met­anið gleym­ast svo­lítið í umræðum um vist­væn­ar sam­göng­ur. All­ir hafa mik­inn áhuga á raf­magn­inu en met­an­bíl­arn­ir hafa reynst al­veg svaka­lega vel. Og auðvitað er þetta ódýr­ari orku­gjafi en bens­ín og dísil.

Ný gas- og jarðgerðar­stöð

Það eru for­rétt­indi Íslend­inga að geta boðið upp á inn­lenda end­ur­nýj­an­lega og vist­væna orku­gjafa svo sem met­an og raf­magn. Þeir gætu tekið for­ystu í notk­un vist­vænna bíla. Íslend­ing­ar njóta þeirra ein­stöku nátt­úru­gæða að hér á landi er mögu­legt að byggja stór­an hluta sam­göngu­kerf­is­ins á inn­lend­um, end­ur­nýj­an­leg­um og um­hverf­i­s­væn­um orku­gjöf­um. Við gæt­um nán­ast verið sjálf­bær í sam­göng­um, eða farið langt með það, með met­ani og raf­magni,“ seg­ir Friðbert.

Fram kom á vist­væn­um dög­um að Sorpa væri með áform um stór­aukna met­an­vinnslu með end­ur­vinnslu sorps næstu árin. Stefnt er að opn­un nýrr­ar gas- og jarðgerðar­stöðvar á ár­inu 2018. Er þetta liður í því að Reykja­vík­ur­borg hef­ur sett sér mark­mið um kol­efn­is­hlut­leysi og aðlög­un að lofts­lags­breyt­ing­um ásamt aðgerðaáætl­un til árs­ins 2020. Met­anið hef­ur hlut­verk í því að ná þessu mark­miði.

Hekla býður upp á met­an­bíla frá bæði Skoda og Volkswagen. Að sögn Friðberts hafa vin­sæld­ir met­an­bíls­ins stór­auk­ist und­an­far­in ár og not­end­ur verið mjög ánægðir með þá.

40 mis­mun­andi vist­væn­ir bíl­ar

Hekla býður upp á mikið úr­val vist­vænna bíla. Seg­ir Friðbert alls vera hægt að fá yfir 40 mis­mun­andi bíl­teg­und­ir og út­færsl­ur í vist­væn­um flokki frá Volkswagen, Audi, Mitsu­bis­hi og Skoda. Þess­ir bíl­ar flokk­ist sem vist­hæf­ir og því sé hægt að leggja gjald­frjálst í ann­ars gjald­skyld bíla­stæði hjá Reykja­vík­ur­borg.

Á vist­væn­um dög­um kynnti Hekla fjöl­breytt úr­val raf- og ten­gilt­vinn­bíl­um. Þar má nefna Audi A3 e-tron og Q7 e-tron, VW Golf GTE, Passat GTE, e-up!, e-Golf og Mitsu­bis­hi Outland­er PHEV. Við þetta tæki­færi voru frum­sýnd­ir hér á landi met­an­bíll­inn Volkswagen Eco up! og ten­gilt­vinn­bíll­inn Audi A3 e-tron. Gest­um var boðið upp á að reynsluaka þess­um bíl­um.

50% fleiri bíl­ar seld­ir í ár

Í sam­tal­inu við Friðbert kem­ur fram að tveir af hverj­um þrem­ur vist­vænu bíl­um sem seld­ir hafa verið Íslandi í ár séu seld­ir hjá Heklu. Sala umboðsins á vist­væn­um bíl­um er 50% meiri í ár en í fyrra. Í októ­ber höfðu 996 vist­væn­ir bíl­ar selst á Íslandi frá síðustu ára­mót­um og þar af seldi Hekla 663, eða 66,5%. Friðbert seg­ir þetta end­ur­spegla vit­und­ar­vakn­ing hjá neyt­end­um sem sé annt um um­hverfið og vilji aka vist­væn­um bíl­um.

„Sala vist­vænna bíla hef­ur auk­ist gríðarlega mikið frá í fyrra. Markaður­inn er að stækka en þess­um bíl­um hef­ur líka verið rosa­lega vel tekið. Svo hafa stjórn­völd sýnt þess­um mál­um áhuga. Raf­bíl­arn­ir eru með mjög hag­stæð inn­flutn­ings­gjöld og met­an­bíl­arn­ir líka. Með þessu er stuðlað að frek­ari markaðssetn­ingu og þróun á vist­væn­um sam­göng­um, sem er til bóta,“ seg­ir Friðbert.

VW upp­tekið af vist­væn­um bíl­um

Hann seg­ir Volkswagen-sam­steyp­una hafa verið mjög upp­tekna af vist­væn­um bíl­um upp á síðkastið og því sé hægt að bjóða upp á marg­ar gerðir bíla af því tagi. Hið sama sé að segja um Skoda og Audi. „Þetta mikla fram­boð og þessi áhersla hef­ur virkað gríðarlega vel. Við erum búin að bjóða upp á þessa bíla frá 2013, byrjuðum með Mitsu­bis­hi i-MiEV raf­bíl­inn. Mig minn­ir að hann hafi kostað ein­ar 10 til 12 millj­ón­ir, en fram­boðið og mögu­leik­arn­ir hafa breyst al­veg gríðarlega á fimm til sex árum.“

Eins og fyrr seg­ir var boðið upp á fyr­ir­lestra og fróðleik á vist­væn­um dög­um Heklu auk kynn­ing­ar á bíl­um fyr­ir­tæk­is­ins. Full­trú­ar frá fjöl­mörg­um starfs­grein­um sem tengj­ast vist­væn­um sam­göng­um kynntu starf­semi sína, vör­ur og þjón­ustu. „Önnur fyr­ir­tæki komu til okk­ar og kynntu hvað þau eru að gera á vett­vangi vist­vænna sam­ganga. Það er auðvitað mik­ill áhugi á þessu í sam­fé­lag­inu.

Gas­fram­leiðsla í Fló­an­um

Þarna sýndu fjöl­marg­ir aðilar vör­ur, þjón­ustu og sér­lausn­ir. Gest­ir gátu kynnt sér raf­bíla­öpp, hleðslu­lausn­ir, met­an­tækni, orku­dreifinet og vind­myllu­smíði. Fyr­ir­lestr­ar voru bæði í há­deg­inu og síðdeg­is og fjölluðu sér­fræðing­ar þar meðal ann­ars um framtíð vist­vænna bif­reiða. Loks var fjallað um met­an­fram­leiðslu sem á sér stað í Fló­an­um, en í Hraun­gerði í Flóa­hreppi fram­leiða kýrn­ar ekki bara mjólk því mykj­an er einnig virkjuð til meta­neldsneyt­is.

„Það var gam­an að fá stúd­enta úr Há­skól­an­um sem haft hafa það að verk­efni að smíða raf­magns kapp­akst­urs­bíl sem var til sýn­is hjá okk­ur. Það var mjög skemmti­legt að kynn­ast því fram­taki. Við hjá Heklu erum ann­ars voða spennt fyr­ir framtíðinni. Fjöldi nýrra vist­vænna bif­reiða mun koma á markaðinn á næstu árum og auka eft­ir­spurn eft­ir inn­lend­um orku­gjöf­um og draga þannig ár frá ári úr nei­kvæðum um­hverf­isáhrif­um frá bif­reiðum. Menn og kon­ur hér í fyr­ir­tæk­inu hafa sýnt því mik­inn áhuga að kynna mögu­leika á vist­væn­um sam­göng­um,“ seg­ir Friðbert Friðberts­son, for­stjóri Heklu, að lok­um. agas@mbl.is

Nokkrir af liðsmönnum Team Spark, aðstandendur kappakstursbílsins TS16, ásamt glöðum …
Nokkr­ir af liðsmönn­um Team Spark, aðstand­end­ur kapp­akst­urs­bíls­ins TS16, ásamt glöðum gesti und­ir stýri.
Gestir á vistvænum dögum Heklu fylgjast með fyrirlestri um metanframleiðslu.
Gest­ir á vist­væn­um dög­um Heklu fylgj­ast með fyr­ir­lestri um met­an­fram­leiðslu.
Önnur frumsýningarstjarnan á Vistvænum dögum Heklu. Metanbíllinn Volkswagen eco up!
Önnur frum­sýn­ing­ar­stjarn­an á Vist­væn­um dög­um Heklu. Met­an­bíll­inn Volkswagen eco up!
Rafbíllinn VW e-Golf sem erí eigu Landsvirkjunar rennir í hlað …
Raf­bíll­inn VW e-Golf sem erí eigu Lands­virkj­un­ar renn­ir í hlað á Vist­væn­um dög­um Heklu.
Tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron, sem frumsýndur er á Vistvænum dögum …
Ten­gilt­vinn­bíll­inn Audi A3 e-tron, sem frum­sýnd­ur er á Vist­væn­um dög­um Heklu, á stalli sín­um.
Skoda Octavia G-Tec gengur fyrir metani og bensíni og átti …
Skoda Octa­via G-Tec geng­ur fyr­ir met­ani og bens­íni og átti því að sjálf­sögðu heima á vist­væn­um dög­um Heklu.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »