Rafbíll fær orku úr pæklinum

Quantino bíllinn frá NanoFlowcell trekkti að á bílasýningunni í Genf.
Quantino bíllinn frá NanoFlowcell trekkti að á bílasýningunni í Genf.

Tækni­leg­um hindr­un­um fyr­ir því að nota salt­vatn – pækil – sem afl­gjafa í bíl­um hef­ur verið rutt úr vegi. Hef­ur fyrsti bíll­inn sem geng­ur fyr­ir lág­spennu raf­orku verið skráður. Þar er um að ræða bíl­inn Quant­ino sem fyr­ir­tækið Nanoflowcell hef­ur þróað. Stát­ar hann af því að geta gengið án vetn­is.

Í heimi bíls­ins sitja frum­kvöðlafyr­ir­tæki ekki auðum hönd­um þegar þróun nýrra hug­mynda­bíla er ann­ars veg­ar. Leit­ast þau stöðugt við að finna nýj­ar og meng­un­ar­frí­ar leiðir til að flytja fólk á milli staða ódýr­ar en áður.

Fyr­ir­tækið Nanoflowcell er eitt þess­ara en það var stofnað árið 2013 og er með aðset­ur í dverg­rík­inu Liechten­stein. Er það að hefja reynsluakst­ur með fyrsta bíl­inn sem bú­inn er svo­nefndri flæðiskilju til fram­leiðslu raf­magns við efna­hvörf í salt­vatni. Hef­ur það smíðað þrenns kon­ar bíla, Quant E, Quant F og Quant­ino.

Tækn­in bygg­ist á því að tvenns kon­ar raf­vökva, jóna­lausn­um, er dælt á tvo 159 lítra tanka bíls­ins, ein teg­und á hvorn. Er vökv­arn­ir bland­ast hand­an skilj­unn­ar verður til raf­lausn er leys­ir frá sér raf­orku til að knýja bíl­inn. Er drægi á tankfylli sagt vera allt að eitt þúsund kíló­metr­ar. Hef­ur þegar tek­ist að aka Quant-bíl fyr­ir­tæk­is­ins í 14 klukku­stund­ir viðstöðulaust án þess að bæta á geym­ana.

Til eru þeir sem ef­ast um Quant­ino-bíl­inn og þá eðlis­fræði sem hann er sagður byggj­ast á. Þannig seg­ir þýska tíma­ritið Heise Autos að til að geta notað þau 2000 am­per í upp­gefn­um raf­straumi bíls­ins þurfi vand­ræðal­ega svera kapla og að 30 kíló­vatta raf­geym­ir­inn væri ónóg­ur til aflþarfar fjög­urra raf­mótora Quant E-bíls­ins nema af­skap­lega stutta vega­lengd.

Rafflæðitækn­in hef­ur hins veg­ar tekið fram­förum og ger­ir nú kleift að nota meiri orku en áður. Bygg­ist þessi orku­fram­leiðsla á tækni sem banda­ríska geim­ferðastofn­un­in NASA þróaði árið 1970 fyr­ir geim­ferj­ur sín­ar. Í bíl Nanoflowcell leys­ir salt­vatn aft­ur á móti vetni af hólmi.

Það er þess­ari tækni að þakka að hug­mynda­bíll Nanoflowcell get­ur geymt fimm sinn­um meiri orku en hefðbundn­ir raf­bíl­ar. Vegna lág­spenn­unn­ar er drægi tankfyll­inn­ar sagt vera 1.000 kíló­metr­ar. Viðbragðið er ekki af verri gerðinni; Quant­ino nær 100 km/​klst ferð úr kyrr­stöðu á fimm sek­únd­um en upp­gef­inn há­marks­hraði er 200 km/​klst. Þetta eru ekki ama­leg af­köst. Verður fróðlegt og spenn­andi að sjá hvort reynsluakst­ur­inn muni skila þeim ár­angri að bíll­inn telj­ist eiga fullt er­indi í um­ferðina og fjölda­fram­leiðsla verði haf­in.

agas@mbl.is

Tvenns konar jónalausn er tankað á Quantino, sem dregur 1000 …
Tvenns kon­ar jóna­lausn er tankað á Quant­ino, sem dreg­ur 1000 km.
Quantino bíllinn frá NanoFlowcell trekkti að á bílasýningunni í Genf.
Quant­ino bíll­inn frá NanoFlowcell trekkti að á bíla­sýn­ing­unni í Genf.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »