Ford boðar langdrægan rafjeppa

Transit sendibíllinn frá Ford verður í tvinnútgáfu frá og með …
Transit sendibíllinn frá Ford verður í tvinnútgáfu frá og með 2019.

Ford staðfesti í dag að árið 2020 muni bandaríski bílrisinn bjóða upp á rafjeppa með að minnsta kosti 500 kílómetra drægi. Á næstu fimm árum mun Ford koma með 13 ný rafbílamódel á markað.

Ford skýrði í megin atriðum útfærslu sjö þessara nýju rafbíla í dag en fram til ársins 2020 ætlar fyrirtækið að verja 4,5 milljörðum dollara til að þróa og smíða rafbíla. Auk jeppans er meðal annars um að ræða tengiltvinnútgáfu af sendibílnum Transit Custom, sem koma mun á götuna 2019. Einnig tvinnútgáfu af Mustang sportbílnum og pallbílnum Ford F-150.

Jafnframt ætlar Ford að bjóða upp á margskonar valþjónustu til að auðvelda fólki sambúðina við rafbílinn sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina