Auðugir hafa það gott

Rolls-Royce Wraith Black Badge.
Rolls-Royce Wraith Black Badge.

Auðkýf­ing­ar hafa það gott megi brúka sölu eðal­vagna eins og Rolls-Royce  sem mæli­kv­arði á af­komu þeirra og efna­hags­lega heilsu þeirra.

Rolls-Royce hef­ur aðeins einu sinni í sögu sinni selt fleiri lúx­us­bíla en á nýliðnu ári, 2016. Seld voru og af­hent 2011 ein­tök í fyrra sem er 6% aukn­ing frá 2015.
 
Sölu­aukn­ing­in er þökkuð því að á ár­inu bætt­ust við ný mód­el í bíla­líalínu Rolls. Á það á við um mód­el eins og Dawn blæju­bíl­inn, Wraith Black Badge og Ghost Black Badge.

Vöxt­ur varð á öll­um sölu­svæðum heims­ins nema í Miðaust­ur­lönd­um. Í Evr­ópu seld­ust 28% fleiri Rolls-Royce árið 2016 en 2015. Í Norður- og Suður-Am­er­íku varð aukn­ing­in 12% og 5% á Asíu- og Kyrra­hafs­svæðinu.

Í ein­stök­um lönd­um nam aukn­ing­in í Jap­an einu og sér 51% og 23% í Kína, einnig 30% í Þýskalandi og 10% í Banda­ríkj­un­um.
 
Loks setti Rolls-Royce met á heima­velli því bresk­ir auðmenn keyptu fleiri slíka eðal­bíla en nokkru sinni fyrr. Nam aukn­ing­in milli ára 26%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »