Auðkýfingar hafa það gott megi brúka sölu eðalvagna eins og Rolls-Royce sem mælikvarði á afkomu þeirra og efnahagslega heilsu þeirra.
Rolls-Royce hefur aðeins einu sinni í sögu sinni selt fleiri lúxusbíla en á nýliðnu ári, 2016. Seld voru og afhent 2011 eintök í fyrra sem er 6% aukning frá 2015.
Söluaukningin er þökkuð því að á árinu bættust við ný módel í bílalíalínu Rolls. Á það á við um módel eins og Dawn blæjubílinn, Wraith Black Badge og Ghost Black Badge.
Vöxtur varð á öllum sölusvæðum heimsins nema í Miðausturlöndum. Í Evrópu seldust 28% fleiri Rolls-Royce árið 2016 en 2015. Í Norður- og Suður-Ameríku varð aukningin 12% og 5% á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu.
Í einstökum löndum nam aukningin í Japan einu og sér 51% og 23% í Kína, einnig 30% í Þýskalandi og 10% í Bandaríkjunum.
Loks setti Rolls-Royce met á heimavelli því breskir auðmenn keyptu fleiri slíka eðalbíla en nokkru sinni fyrr. Nam aukningin milli ára 26%.