Zoe bestur rafbíla

Breska tímaritið What Car? verðlaunar rafbílinn Renault Zoe fjórða árið …
Breska tímaritið What Car? verðlaunar rafbílinn Renault Zoe fjórða árið í röð.

Renault Zoe hefur verið útnefndur besti rafbíll ársins fjórða árið í röð hjá breska bílatímaritinu UK What Car?  

Um er að ræða Zoe sem búinn er hinum nýja Z.E. 40 rafgeymi. Hleðsla hans er næstum tvöfalt meiri en þess fyrri og býður upp á 400 kílómetra drægi á fullri hleðslu.

Fyrir utan aðalviðurkenninguna varð bíllinn aukinheldur hlutskarpastur í flokki sem nefnist „besti rafbíllinn undir 20 þúsund sterlingspundum“.

Ennfremur komst Zoe í úrslit hjá blaðinu til sérstakrar viðurkenningarinnar fyrir tæknilausnir.

Viðurkenningarnar voru veittar við athöfn í London í gær.  

mbl.is