Rafmagnaðar vinnuvélar

Hér sést rafmagns-vinuvél frá Liebherr. Hún getur ferðast eftir endilangri …
Hér sést rafmagns-vinuvél frá Liebherr. Hún getur ferðast eftir endilangri bryggjunni.

Það fer yf­ir­leitt ekki fram­hjá nein­um þegar stór­virk­ar vinnu­vél­ar eru að störf­um. Þó að dísil­vél­arn­ar verði full­komn­ari, spar­neytn­ari, hljóðlát­ari og um­hverf­i­s­vænni með hverju ár­inu þá láta þær í sér heyra. Kristó­fer S. Snæ­björns­son sagði að með því að raf­magnsvæða vinnu­vél­arn­ar lægi við að hlusta mætti á fugla­söng­inn á meðan grafið væri fyr­ir hús­grunni.

Kristó­fer er sölu­stjóri véla­deild­ar Merkúr en fyr­ir­tækið flyt­ur meðal ann­ars inn tæki frá þýska fram­leiðand­an­um Liebherr. Á stóru Bauma-vinnu­tækja­sýn­ing­unni í Þýskalandi síðasta vor leyfði Liebherr gest­um að skoða nýj­ustu raf­drifnu tæk­in.

Verða að vera í sam­bandi

Seg­ir Kristó­fer að vinnu­vél­arn­ar þurfi þó að vera tengd­ar beint við raf­kerfið, enda þurfi þær mikla orku. Er raf­hlöðutækn­in ekki en kom­in á þann stað að stór flutn­inga­bíll eða grafa geti kom­ist langt á hleðslunni einni sam­an.

Rafmagnið setur ákveðnar skorður en skapar líka möguleika.
Raf­magnið set­ur ákveðnar skorður en skap­ar líka mögu­leika.


„Nú þegar fram­leiðir Liebherr svo­kallaðar „mater­ial hand­ling“-vél­ar, stund­um kallaðar iðnaðar­vél­ar á ís­lensku, og ganga fyr­ir raf­magni. Þetta eru vél­ar sem eru ekki á mik­illi hreyf­ingu, ná langt frá sér og hafa lyft­an­legt hús, og eru t.d. notaðar til að hlaða skip og við end­ur­vinnslu á járni.“

Þar sem þess­ar vél­ar sitja hér um bil fast­ar á sama stað kem­ur ekki að sök þó að þær þurfi að vera tengd­ar inn­stungu. Þá er hægt að koma fyr­ir sér­stök­um spólu­búnaði sem leng­ir eða stytt­ir raf­magns­snúr­una og gef­ur lengra drægi, t.d. eft­ir endi­löng­um hafn­ar­bakka. „Liebherr seldi ný­lega svona vél­ar til Rúss­lands, til notk­un­ar niðri við höfn. Þetta eru af­kasta­mik­il og öfl­ug tæki og geta at­hafnað sig á um það bil 400 metra löngu svæði,“ út­skýr­ir Kristó­fer.

Rafmagnið setur ákveðnar skorður en skapar líka möguleika.
Raf­magnið set­ur ákveðnar skorður en skap­ar líka mögu­leika.


Spara viðhald og eldsneyti

Það hef­ur ýmsa kosti að nýta raf­magnið. Nefn­ir Kristó­fer að véla­búnaður raf­knúnu vinnu­vél­anna sé ein­fald­ari og færri hreyf­an­leg­ir hlut­ir og er það til þess fallið að draga úr viðhaldskostnaði. Þá má vita­skuld nota raf­knúnu tæk­in inn­an­dyra án nokk­urra vand­ræða. Get­ur líka minnkað rekstr­ar­kostnaðinn að láta vinnu­vél­arn­ar ganga fyr­ir raf­magni frek­ar en dísi­lol­íu. „En Liebherr leit­ar þó stöðugt leiða til að gera dísil­vél­arn­ar sín­ar eyðslu­grann­ar.“

Að sögn Kristó­fers mun þró­un­in einkum ráðast af því hversu hraðar fram­far­irn­ar verða í raf­hlöðutækni. „Von­andi er þess ekki mjög langt að bíða að enn öfl­ugri raf­hlöður líti dags­ins ljós, svo að raf­knúnu vinnu­vél­arn­ar þurfi ekki leng­ur að vera tengd­ar beint við raf­dreifi­kerfið.“ ai@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: