Helmingur raf- eða tvinnbílar í Noregi

Rafbíll til sýnis í Las Vegas í Bandaríkjunum.
Rafbíll til sýnis í Las Vegas í Bandaríkjunum. AFP

Helmingur nýrra bíla sem hafa verið seldir í Noregi það sem af er þessu ári hafa verið raf- eða tengiltvinnbílar. „Þetta er stór áfangi í rafbílavæðingu Noregs,“ sagði Vidar Helgesen, umhverfisráðherra Noregs í samtali við AFP-fréttastofuna.

„Þetta sýnir að vistvæn stefna í samgöngumálum virkar,“ bætti hann við.

Sala á rafbílum í Noregi nam 17,6 prósentum í janúar, á meðan sala á tengiltvinnbílum (hybrid) nam 33,8 prósentum.  Samanlagt seldust því 51,4% af raf- og tengiltvinnbílum.

Í febrúar var salan aðeins minni, eða 15,8% af rafbílum og 32% af tengiltvinnbílum.

Eigendur rafbíla njóta ýmissa sérkjara í Noregi. Þeir þurfa ekki að borga vegatolla og bílastæðagjöld, auk þess sem þeir þurfa ekki að greiða fyrir bíla sína í ferjum.

Í desember síðastliðnum voru 100 þúsund rafbílar skráðir í  Noregi.

mbl.is

Bloggað um fréttina