Sjálfkeyrandi Uber lenti í árekstri

Uber hefur boðið upp á þjónustu sjálfkeyrandi bíla í Tempe, …
Uber hefur boðið upp á þjónustu sjálfkeyrandi bíla í Tempe, Pittsburg og San Fransisco. AFP

Uber hef­ur gert hlé á notk­un sjálf­keyr­andi bíla eft­ir að sjálf­keyr­andi bíll á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins lenti í árekstri í Arizona á föstu­dag­inn. Eng­inn slasaðist al­var­lega en málið er í rann­sókn.

At­vikið átti sér stað í borg­inni Tem­pe þegar bíll að gerðinni Volvo var í sjálf­keyr­andi still­ingu. „Við erum að rann­saka málið og get­um staðfest að það var eng­inn farþegi aft­ur í bíln­um,“ sagði í til­kynn­ingu Uber. Árekst­ur­inn átti sér stað þegar ann­ar bíll hunsaði biðskyldu við vinstri beygju að sögn lög­reglu.

„Bíl­arn­ir skullu sam­an, sem varð til þess að sjálf­keyr­andi bíll­inn fór á hliðina. Eng­inn slasaðist al­var­lega,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu lög­reglu.

Sjálf­keyr­andi bíl­ar Uber eru alltaf með öku­mann sem get­ur tekið yfir stjórn­ina hvenær sem er. Að sögn lög­reglu ligg­ur ekki fyr­ir hvort ökumaður Uber hafi verið við stjórn­völ­inn þegar árekst­ur­inn átti sér stað.

Uber hef­ur upp á síðkastið boðið upp á þjón­ustu sjálf­keyr­andi bíla í Arizona, Pitts­burgh og San Francisco en henni hef­ur nú verið hætt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina