Aldrei fleiri bílaleigubílar á götunum í maímánuði

Ferðamenn brúka bílaleigubíla mikið.
Ferðamenn brúka bílaleigubíla mikið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í byrjun þessa mánaðar voru 19.989 bílaleigubílar skráðir hér á landi. Á sama tíma í fyrra voru þeir 16.739 og hefur því fjölgað um ríflega 19,4% frá aprílmánuði 2016.

Aldrei hafa fleiri skráðir bílaleigubílar verið í landinu en í september í fyrra en þá voru þeir 21.405 talsins.

Fækkaði þeim nokkuð yfir vetrarmánuðina en tók að fjölga á nýjan leik í mars síðastliðnum. Þá voru þeir 17.693 eða álíka margir og þeir voru flestir á árinu 2015. Það var í október og reyndust þeir þá 16.648.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: