Útblásturshneykslið sem skók Volkswagen-samsteypuna fyrir nokkru virðist ekki á enda runnið. Tilraunir á Cayenne-jeppa bílaframleiðandans Porsche, sem gerðar hafa verið fyrir þýska tímaritið Spiegel, þykja sýna þetta.
Samkvæmt heimildarmanni þess eru dísel-gerðir jeppans með sérstakan búnað sem felur hversu mikill útblástur hans er í raun.
Gírskiptingin er þannig sögð geta skynjað hvar verið sé að aka bílnum, og þegar komið er út á veg skiptir hún um kerfi sem leyfir í kjölfarið meiri útblástur en við prófanir á útblæstri.
Talsmaður Porsche þvertekur þó fyrir að umrætt kerfi sé til staðar.