Bretar fara að fordæmi Frakka

Bensínstöðvar munu heyra sögunni til um síðir.
Bensínstöðvar munu heyra sögunni til um síðir. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Bretar hafa ákveðið að fara að fordæmi Frakka og banna sölu allra nýrra dísil- og bensínbíla frá og með árinu 2040. Tilkynnti umhverfisráðherrann Michael Gove þetta í morgun.

Þetta þýðir með öðrum orðum að allir nýir bílar sem leyft verður að selja á Bretlandseyjum verða knúnir rafmagni, að sögn blaðsins Financial Times. Í dag nemur hlutdeild rafbíla í breska bílamarkaðinum innan við eitt prósent á ári.

Ákvörðunin er liður í áætlunum stjórnvalda í London að auka verulega á loftgæði. Markmið þeirra er að koma loftmengun niður fyrir lagalega ásættanleg mörk. Fyrr í júlí tilkynnti franska ríkisstjórnin bann við sölu dísil- og bensínbíla í Frakklandi frá og með 2040.



mbl.is

Bloggað um fréttina