Audi tvinnbílar renna út

Audi A3 e-tron í sýningarsal hjá Heklu.
Audi A3 e-tron í sýningarsal hjá Heklu.

Fleiri tengiltvinnbílar frá þýska bílsmiðnum Audi seldust á fyrstu átta mánuðum ársins en frá nokkrum öðrum framleiðanda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heklu, umboðsaðila Audi hér á landi. Vinsælastur tengiltvinnbíla frá Audi er Audi A3 e-tron, en sala hans hefur aukist um 128% frá sama tímabili í fyrra. Yfir 60% af nýskráðum Audi-bílum í ár eru tengiltvinnbílar af gerðinni A3 e-tron og Q7 e-tron.
 
Í ágústmánuði einum og sér er aukningin 311% miðað við ágúst í fyrra. Og í sölu allra gerða Audi hefur salan aukist um 66% hjá Heklu frá fyrra ári. Eru þar þó aðeins reiknaðir með bílar til einstaklinga og fyrirtækja en bílaleigur undanskildar.

Þá segir í tilkynningunni að tengilútgáfan af Mitsubishi Outlander hafi selst vel og séu nú næstum fjórir af hverjum 10 nýjum tengiltvinnbílum á árinu af þeirri gerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina