Risinn sem býr á jöklinum

00:00
00:00

Próf­an­ir standa núna yfir á jöklar­út­unni Sleipni. Bíll­inn er senni­lega sá stærsti sinn­ar gerðar í öll­um heim­in­um og fer létt með að fara yfir jök­ul­sprung­urn­ar á Lang­jökli.

mbl.is fékk að kíkja á próf­an­ir á jökl­in­um í síðustu viku en nán­ar er fjallað um Sleipni í Bíla­blaði sem fylgdi Morg­un­blaðinu í gær.

Ástvald­ur Óskars­son, kallaður Valdi Ví­bon, var á ferðalagi í vest­ur­hluta Kan­ada þegar hann sá jöklar­útu í fyrsta skipti með eig­in aug­um fyr­ir um 20 árum síðan. „Það er löng hefð fyr­ir því að aka ferðamönn­um á þannig far­ar­tækj­um á jök­ul­svæði ná­lægt Ban­ff. En ef að er gáð er í raun ekki ekið upp á jök­ul­inn, held­ur keyrt á skriðjök­ulstungu, sem búið er að hefla til og gera að sam­felldri ís­hellu. Það reyn­ir því aldrei neitt á flotið í bíl­un­um,“ seg­ir hann.

Valdi smíðaði nokkra jökla­bíla til viðbót­ar en tók sér svo hlé frá tryl­li­tækja­smíðinni þar til snemma á síðasta ári að ris­ar­út­an Sleipn­ir tók að fæðast. Eft­ir eins og hálfs árs hönn­un­ar- og smíðavinnu, og um það bil 70 millj­óna króna fjár­fest­ingu, er Sleipn­ir til­bú­inn og standa núna yfir próf­an­ir á þessu mikla ferlíki á Lang­jökli.

Ekki er hægt að und­ir­strika það nægi­lega vel hvað Sleipn­ir er risa­stór rúta. Dekk­in eru hærri en meðal­stór karl­maður - 78 tomm­ur, eða 2 metr­ar - og öku­tækið allt svo um­fangs­mikið að dæmi­gert ein­býl­is­hús virðist smá­vaxið í sam­an­b­urði. Er mjög lík­legt að Sleipn­ir sé stærsta jöklar­úta í heimi, ef ekki stærsta hóp­ferðabif­reið sem smíðuð hef­ur verið.

Óvænt uppá­koma varð á jökl­in­um þegar mbl.is fékk að kíkja á Sleipni. Stór 20 tonna trukk­ur sat pikk­fast­ur í sprungu og það varð úr að Valdi dró trukk­inn upp úr sprung­unni al­ger­lega áreynslu­laust. 

mbl.is

Bílar »