20 milljónir Skoda

Merkur áfangi náðist í bílsmiðjum Skoda í Kvasiny í Tékklandi í gær er tuttugu  milljónasti Skodabíllinn rann þar af færiböndunum.

Fyrirtækið hefur smíðað bíla frá 1905 en þá hófu bræðurnir Laurin og Klement Skoda framleiðslu á fyrsta bílnum, Voiturette A. Eftir fall Berlínarmúrsins komst Skoda í eigu Volkswagensamsteypunnar árið 1991. 

Tímamótabíllinn var nýi jeppinn af gerðinni Karoq en Skoda væntir þess að tilkoma hans stuðli að nýju sölumeti í ár.  Framtíðaráform sín á sviði raf- og sjálfekinna bíla kynnti Skoda á nýafstaðinni bílasýningu í Frankfurt í hugmyndabílnum Vision E. 

Í dag eru Skodabílar framleiddir í 15 bílsmiðjum í átta löndum. 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka