Stærsta verksmiðja Evrópu í Svíþjóð

Stokkhólmur.
Stokkhólmur. Ljósmynd/Wikipedia/David Gubler

Frumkvöðlafyrirtækið Northvolt ætlar að byggja stærstu verksmiðju í Evrópu fyrir rafhlöður sem verða notaðar í rafbíla. Fyrirtækið verður í samkeppni við fyrirtæki Tesla, Gigafactory, sem er staðsett í Bandaríkjunum.

Northvolt verður með bækistöðvar í bænum Skelleftea í norðausturhluta Svíþjóðar og þar munu 2.500 manns starfa.

Rannsóknarmiðstöð fyrirtækisins verður staðsett í borginni Vasterås sem er 150 kílómetrum vestur af Stokkhólmi. Þar verða 300 til 400 starfsmenn.

„Evrópa færist hratt í átt að rafvæðingu,“ sagði Peter Carlsson, stofnandi Northvolt og stjórnarformaður.

Hann bætti við að hrein orka á viðráðanlegu verði fáist í Svíþjóð og þar sé einnig nálægð við réttu hráefnin, auk þess sem mikil iðnaðarhefð fyrirfinnist í landinu.

Umhverfisráðherra Svía, Mikael Damberg, sagði að um frábæran dag væri að ræða, ekki bara fyrir Skelleftea og Vasterås heldur einnig Svíþjóð og Evrópu.

Bygging verksmiðjunnar hefst seinni hluta næsta árs og er reiknað með að framleiðsla hefjist á árunum 2020 til 2023.

mbl.is

Bloggað um fréttina