Evrópskir neytendur hafa í stórauknu mæli snúið sér að tvinnbílum af ótta við vaxandi tilhneigingar til að takmarka eða banna dísilbíla í mörgum borgum.
Við þessu hefur japanski bílsmiðurinn Toyota og brugðist með því að ákveða að hætta að bjóða upp á fólksbíla knúnum dísilsvélum fyrir árslok.
Hlutdeild dísilknúinna fólksbíla á Evrópumarkaði í fyrra var aðeins 15%. Skerfur Toyota í þeim markaði var aðeins 4,5%. Sóknin gegn dísilbílum gæti aftur á móti skapað Toyota tækifæri en japanski bílsmiðurinn hefur verið í fararbroddi í þróun fjölknúinna farartækja.
Í fyrra fjölgaði nýskráningum tvinnbíla um 14% í Evrópu á meðan að heildarmarkaðurinn jókst um 3,4%. Óhætt er að segja að tvinnbílar Toyota hafi tekið flugið í fyrra í Evrópu því nýskráningar þeirra jukust um 45% frá árinu 2016. Voru fjórar nýskráningar Toyota af sex tvinnbílar. Hlutfallið var enn hærra í Frakklandi eða sex tvinnbílar af hverjum tíu fólksbílum.