Nýr Opel Mokka X verður frumsýndur í nýjum sal Bílabúðar Benna að Krókhálsi 9 um helgina. Þetta er nýjasta viðbótin í X-línu þýska bílaframleiðandans Opel.
„Opel Mokka X er fjórhjóladrifinn og ríkulega búinn tæknilegum öryggisbúnaði á meðan innra rými bílsins leggur áherslu á gæði og þægindi,“ segir í tilkynningu.
Bílsætin í Opel hafa hlotið AGR vottun samtaka þýskra baksérfræðinga og tryggja mjög góð þægindi hvert sem ferðinni er heitið. Þau bjóða upp á 18 mismunandi stillingar til þess að ökumaður og farþegar geti fínstillt þau nákvæmlega eftir eigin líkamsgerð.
Mokka X er rúmgóður bíll og með góða aksturseginleika hvort heldur sem ekið er utanbæjar- eða innanbæjar. Opel Mokka X verður frumsýndur á morgun laugardaginn 17. mars, á milli 12-16 í nýjum sýningarsal Opel á Krókhálsi 9.