L 121 tekur á sig mynd í Lúx

Ólafur Jóhann Sigurðsson vinnur nú að því að gera upp …
Ólafur Jóhann Sigurðsson vinnur nú að því að gera upp gamlan Bronco í bílskúrnum sínum í Lúxemborg. Þegar vinnan er búin verður bíllinn kominn með sitt upprunalega útlit og þá verður hann e.t.v. sýndur hér heima.

„Þegar bíll­inn loks kom vildi ég helst setj­ast niður og gráta. Hann var haugryðgaður og í raun al­veg bú­inn. Kramið var hins veg­ar gott og hljóðið í vél­inni enn betra,“ seg­ir Ólaf­ur Jó­hann Sig­urðsson í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Jeppi í hans eigu er af gerðinni Ford Bronco ár­gerð 1974, en bif­reiðina keypti hann á Íslandi í janú­ar 2017 og var hún í kjöl­farið send út til Lúx­em­borg­ar þar sem Ólaf­ur Jó­hann býr ásamt fjöl­skyldu. Vinn­ur hann nú í því að gera jepp­ann upp.

Bronco var fyrsti jeppi banda­ríska bíla­fram­leiðand­ans Ford og kom fyrst á göt­una 1966. Fram til árs­ins 1977 var hann fram­leidd­ur sem meðal­stór jeppi án lít­illa breyt­inga á út­liti. Jeppi Ólafs Jó­hanns er tvennra dyra, sjálf­skipt­ur og með átta strokka bens­ín­vél. Frammi í bíln­um eru tveir körfu­stól­ar en aft­ur í þriggja manna bekk­ur sem sett­ur var í hér þegar bíll­inn var nýr.

Sjá viðtal við Ólaf Jó­hann og um­fjöll­un um end­ur­bæt­ur á bíl þesse­um á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »