Nýtt sektarákvæði fyrir hjólreiðafólk

Hjólreiðafólk getur átt von á sektum fyrir að hjóla gegn …
Hjólreiðafólk getur átt von á sektum fyrir að hjóla gegn rauðu ljósi í sumar. Þá hækka einnig aðrar sektir með nýrri reglugerð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjól­reiðafólk sem hjól­ar gegn rauðu um­ferðarljósi get­ur eft­ir 1. maí átt von á því að fá allt að 20 þúsund krónu sekt fyr­ir at­hæfið. Þetta má meðal ann­ars finna í nýrri reglu­gerð um sekt­ir og önn­ur viður­lög fyr­ir um­ferðarlaga­brot sem kynnt var í mánuðinum.

Breyt­ing­ar verða gerðar á fjölda flokka sem tengj­ast um­ferðarlaga­brot­um á bif­reiðum og bif­hjól­um, en nokkr­ar eiga einnig við um reiðhjól.

Nýtt í reglu­gerðinni er sem fyrr seg­ir að hægt er að sekta fyr­ir að hjóla gegn rauðu um­ferðarljósi. Ekki er tekið sér­stak­lega fram hvort það eigi bara við um um­ferðarljós fyr­ir ak­andi um­ferð eða einnig göngu­ljós, en miðað við orðalagið er lík­lega heim­ilt að sekta fyr­ir að hjóla gegn báðum teg­und­um.

Þá eru sekt­ir fyr­ir brot á sérregl­um fyr­ir reiðhjól hækkaðar úr fimm þúsund krón­um upp í 20 þúsund krón­ur fyr­ir hvert brot. Í sérregl­um er meðal ann­ars kveðið á um að hjól­reiðafólk skuli aka í ein­faldri röð en ekki sam­hliða, nema það sé unnt án hættu. Þá eigi hjól­reiðafólk að hjóla hægra meg­in á ak­rein, ekki valda gang­andi hættu, megi ekki hanga aft­an í öðru öku­tæki og er skylt að læsa reiðhjóli sínu. Hægt er að lesa nán­ar um sérregl­ur í grein 39-41 í um­ferðarlög­um.

Í nýju reglu­gerðinni er heim­ild til að sekta hjól­reiðafólk sem er með á hjóli sínu hemla­búnað eða ljós og glit­merki sem er áfátt. Get­ur sekt­in numið 20 þúsund krón­um. Þá er einnig opið að sekta fyr­ir „annað“ sem ekki er í lagi á hjól­um. Er sekt fyr­ir það einnig 20 þúsund krón­ur. Að lok­um er heim­ild til að sekta hjól­reiðafólk sem hef­ur hliðar­vagn tengd­an vinstra meg­in við reiðhjól og er sekt­in aft­ur 20 þúsund krón­ur.

Reglu­gerð um sekt­ir og önn­ur viður­lög fyr­ir um­ferðarlaga­brot í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina