Einkabílar verði brátt óþarfir

Sorgenfrei og rútan. Fyrsta ferðin með algjörlega sjálfkeyrandi ökutæki hérlendis …
Sorgenfrei og rútan. Fyrsta ferðin með algjörlega sjálfkeyrandi ökutæki hérlendis verður farin á ráðstefnunni Snjallborgin í Hörpu á fimmtudag.

Peter Sor­genfrei, fram­kvæmda­stjóri og stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins Aut­onomous Mobility, seg­ist telja að ekki sé langt í að hefðbundn­ir einka­bíl­ar verði með öllu óþarf­ir í borg­um.

Fyr­ir­tæki hans, sem flyt­ur inn og sel­ur sjálf­keyr­andi raf­bíla, er að stærst­um hluta í eigu Samler Group sem er stærsti bílainn­flytj­andi Dan­merk­ur og helm­ingseig­andi bílaum­boðsins Heklu hér­lend­is.

„Í stað þess að þú eig­ir þinn eig­in bíl sem stend­ur ónotaður í inn­keyrsl­unni hjá þér 95% tím­ans, verður þú með áskrift að deili­bíl­um, rétt eins og þú ert með áskrift að Net­flix og Spotify,“ seg­ir Sor­genfrei í viðtali um þróun bíla­sam­gangna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »