Meðalbíllinn 142 hestafla

Citroen 2 CV er langt undir því að teljast meðaltalsbíll …
Citroen 2 CV er langt undir því að teljast meðaltalsbíll með sín örfáu hestöfl. AFP

Að sögn þýska bílamiðlunarvefjarins meinauto.de var meðaltalsbíll ársins 2017 með 142 hestafla vél, sem er fjórum hestum minna en árið áður.

Þegar málin voru brotin frekar til mergjar eftir aldurshópum reyndust bílar ungs fólks aflmeiri, eða 151 hestafla að meðaltali.

Að sama skapi lét eldra fólk sér duga aflminni bíla. Þeir sem voru 60 ára og eldri höfðu úr 139 hestum að spila eða 7 færri en árið áður, er hefstöflin voru 146.

Sömuleiðis kom munur í ljós eftir kynjum. Herrar nutu að meðaltalil 146 hestafla, eða sex færra en 2016. Dömur spjöruðu sig vel með 125 hestöflum sem er tveimur færri en árið áður, 2016.


 

mbl.is

Bloggað um fréttina