Ford hefur náð þeim merka áfanga í ár að framleiða 10 milljónir af eðalsportbílnum Mustang.
Fyrsti raðsmíðaði Mustanginn rann af færiböndum bílsmiðjunnar í Detroit snemma árs 1964 og ekki hefur verið aftursnúið, slíkar hafa vinsældir bílsins dáða verið.
Mustang númer 10 milljónir er GT blæjubíll af árgerðinni 2019, lakkaður í hvíta litnum Wimbledon White. Er það nákvæmlega sami liturinn og prýddi fyrsta bíllinn 1964.
Undir vélarhlífinni er að finna 460 hestafla V8 vél og sex hraða handskiptan gírkassa. Allt var hóflegra undir húddi fyrsta Mustangsins, eða 164 hestafla V8-vél og þriggja gíra handskiptingu.