34% aukning í nýskráningu rafbíla

34% aukning hefur orðið í nýskráningu rafbíla frá áramótum til …
34% aukning hefur orðið í nýskráningu rafbíla frá áramótum til septemberloka 2018. mbl.is/Valgarður Gíslason

Það sem af er ári hafa ný­skrán­ing­ar á raf­magns­bíl­um auk­ist um 34% og ten­gilt­vinn­bíl­um um 29% ef miðað við sama tíma­bil 2017.

Kem­ur þetta fram í gögn­um frá Bíl­greina­sam­band­inu (BGS) en á sama tíma­bili - janú­ar til loka sept­em­ber - hef­ur bíla­sala dreg­ist sam­an um 12,6% ef miðað er við sama tíma­bil árið 2017.

Sala á nýj­um bíl­um í sept­em­ber ein­um og sér dróst sam­an um 23,7% en ný­skráðir fólks­bíl­ar á þessu tíma­bili voru 935 bíl­ar sam­an­borið við 1.266 í sama mánuði í fyrra. Eru þetta 291 bíl­um færra frá því sem var selt í sept­em­ber í fyrra. 

Bíl­greina­sam­bandið tel­ur helstu ástæðu fyr­ir sam­drætt­in­um vera mikla óvissu sem var í ákvörðun stjórn­valda varðandi vöru­gjöld á bíla í byrj­un sum­ars en bílaum­boð fundu fyr­ir minnk­un sér­p­ant­ana á þeim tíma. Er sú af­leiðing að koma í fram nú þegar horft er til skráðra öku­tækja í sept­em­ber.

Á sama tíma hef­ur eft­ir­spurn eft­ir raf­magns- og ten­gilt­vinn­bíl­um auk­ist um­tals­vert, seg­ir BGS í til­kynn­ingu. Breyt­ing­ar sem bíla­fram­leiðend­ur hafa farið í á sín­um raf­magns- og ten­gilt­vinn­bíl­um hef­ur leitt til lengri biðtíma eft­ir slík­um bíl­um sem einnig er að hafa áhrif, seg­ir þar enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »