Hreinsar göturnar hljóðlaust

Friðrik Ingi Friðriksson.
Friðrik Ingi Friðriksson. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Raf­magns­götu­sóp­arn­ir frá Schmidt minnka út­blást­urs­meng­un og raska ekki ró íbúa. Litla raf­drifna belta­vél­in get­ur nýst sem hjóla­stóll sem kemst auðveld­lega yfir urðir og grjót. 

Það er ekki bara á fólks­bíla­markaði sem fram­leiðend­ur hafa náð góðum ár­angri við að skipta bens­ín- og dísel­vél­um út fyr­ir raf­hlöður og raf­mótora. Fram­leiðend­ur vinnu­véla eru líka í vax­andi mæli farn­ir að bjóða upp raf­drif­in tæki sem m.a. hafa þá kosti að vera mjög hljóðlát og fram­leiða eng­an út­blást­ur.

Friðrik Ingi Friðriks­son hjá Afl­vél­um hef­ur fylgst með þess­ari þróun og seg­ir hann að á vinnu­véla­sýn­ing­um er­lend­is séu raf­drif­in tæki orðin áber­andi og spanni alla flór­una allt upp í risa­vaxn­ar gröf­ur. „Tækn­in er enn á byrj­un­ar­punkti en fram­leiðend­ur á borð við Aebi Schmidt hafa tekið for­ystu með tækj­um eins og nýj­um götu­sóp sem er al­farið raf­drif­inn,“ út­skýr­ir hann. „Mark­miðið hjá Schmidt var að þróa raf­drif­inn götu­sóp sem væri ekki stærri en þeirra vin­sæl­asti götu­sóp­ur en gæti samt full­nægt ströngustu kröf­um og hreinsað göt­ur viðstöðulaust út lang­an vinnu­dag. Útkom­an er götu­sóp­ur sem varla heyr­ist í og get­ur hreinsað göt­urn­ar í 10 klst. áður en þarf að stinga hon­um aft­ur í sam­band.“

Læðist um göt­urn­ar

Götu­sóp­ur­inn sem um ræðir er meðal­stór, með litlu stýris­húsi, og hent­ar vel til þrifa í þröng­um miðborg­ar­göt­um. „Tækið er búið tveim­ur raf­geym­apökk­um þar sem ann­ar knýr áfram hreinsi­búnaðinn og hinn knýr mótor­ana sem hreyfa götu­sóp­inn úr stað. Raf­hlöðurn­ar gera þenn­an full­komna götu­sóp dýr­ari en ef val­in væri sprengi­hreyf­ilsvél en á móti kem­ur að raf­orkan er mun ódýr­ari en díselol­ía. „Þeir hafa reiknað það út í Þýskalandi að raf­drifni götu­sóp­ur­inn skili 85% sparnaði í orku­kostnaði og 70% sparnaði í viðhaldi. Hér á Íslandi má reikna með að á venju­leg­um líf­tíma götu­sóps­ins verði kostnaður­inn nokk­urn veg­inn jafn­hár hvort sem valið er að nota raf­magns- eða díselút­gáfu.“

Friðrik seg­ir raf­drifna götu­sóp­inn geta nýst vel í borg­ar­kjörn­um þar sem sópa þarf göt­ur nokkr­um sinn­um í viku, oft að nóttu til þegar göt­ur eru auðar, þegar hætta er á að hávaðinn frá vél og hreinsi­búnaði veki fólk sem býr og gist­ir á þess­um stöðum. „Það eru meira að segja komn­ir nýir burst­ar á markað, fram­leidd­ir af We­ber í Þýskalandi, og eru nán­ast hljóðlaus­ir. Hávaðinn frá raf­drifn­um götu­sóp gæti því verið minni en hljóðið í ryk­sugu.“

Vinnuþjark­ur sem hjálp­ar líka fötluðu fólki

Aebi Schmidt hef­ur líka smíðað lítið raf­drifið fjöl­nota tæki sem hægt er að festa á auka­hluti s.s. til að slá gras, blása snjó og sópa göt­ur. „Þetta tæki er á belt­um svo það kemst nán­ast hvert á land sem er og veld­ur ekki skemmd­um á jarðvegi. Ökumaður get­ur komið sér fyr­ir í þægi­legu sæti eða fjar­stýrt tæk­inu, t.d. ef vinna þarf í mikl­um halla.“

Friðrik viður­kenn­ir að í svona litl­um pakka end­ist hleðslan á raf­hlöðunum ekki lengi ef mjög er reynt á raf­drifnu belta­vél­ina, s.s. með snjómokstri. Hann seg­ir hægt að reikna með um það bil tveggja tíma notk­un í senn og geti tækið því hentað t.d. til að létta störf um­sjón­ar­manna sem geta gengið í önn­ur verk á meðan tækið er hlaðið.

Komið hef­ur í ljós að raf­drifna litla belta­vél­in gagn­ast ekki bara við smáfram­kvæmd­ir og um­hirðu held­ur get­ur líka hjálpað fólki með skerta göngu­getu að kom­ast leiðar sinn­ar. Friðrik seg­ir að vél­in sé eins og lít­ill skriðdreki með sæti ofan á: „Það er fátt sem get­ur stöðvað þetta far­ar­tæki og núna get­ur fólk í hjóla­stól farið með vin­um og ætt­ingj­um í ferðir út í óspillta nátt­úr­una, og t.d. auðveld­lega ekið upp á tind Esj­unn­ar,“ seg­ir hann. „Þarf bara að hafa nægi­lega mik­inn kjark því belta­vél­in get­ur ráðið við mjög mik­inn halla og það eru taug­arn­ar sem gefa sig löngu áður en nokk­ur hætta er á að hall­inn verði tæk­inu ofviða.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »