30.000 rafbílar í pöntun

Þrjátíu þúsund Norðmenn eru í biðröð eftir nýjum rafbíl. Flestir, eða þriðjungurinn, hafa skráð sig fyrir Tesla Model 3 og næstflestir fyrir hinum nýja Audi e-tron.

Forpöntun bíla varð að nokkurs konar æði eftir að Tesla hóf að krefjast afar hófsamlegrar innborgunar við pöntun bíla sem fyrirtækið var ekki einu sinni byrjað að smíða. Allir bílsmiðir - sér í lagi rafbílasmiðir - hvetja neytendur nú ákaft og bjóða þeim lága innborgun , einnig löngu áður en framleiðsla viðkomandi bíla er hafin.

Það þykir gefa vísbendingar um hvað markaðurinn vill og hver líkleg eftirspurn eftir nýjum rafbílum verður.

Forpantanirnar 30.000 í Noregi einar og sér eru álíka margar og heildarfjöldi rafbíla í Bretlandi. Eru þær sem hér segir, að sögn norska útvarpsins (NRK):

    Tesla Model 3 (10.000)
    Audi e-tron (6.300)
    Hyundai Kona Electric (6.000)
    Kia Niro Electric (5.900)
    Ný kynslóð Nissan Leaf (3.000)
    Jaguar I-Pace (3.000)
    Porsche Taycan (2.300)
    Mercedes EQC (2.200)
    DS Crossback E-Tense (1.350)
    BMW iX3 (1.000)

mbl.is
Loka