Tveggja ára bið eftir e-Niro

Kia e-Niro var frumsýndur á bílasýningunni í París í byrjun …
Kia e-Niro var frumsýndur á bílasýningunni í París í byrjun mánaðarins.

Kiaumboðið í Noregi er þessar mundir við það að taka við fyrstu nýju rafbílunum af gerðinni e-Niro.  Minnst tveggja ára bið er eftir slíku eintaki sé það pantað í dag, eða fram á árið 2020.

Alls hafa 6.250 manns skráð sig fyrir e-Niro í Noregi og borgað hver og einn 7777 krónur til staðfestingar pöntuninni. Liggur nú fyrir að þeir sem verma neðstu sætin á biðlistanum fá ekki bíla sína fyrr en 2021.

Áætlað er að biðlistar eftir nýjum rafbílum í landi frænda okkar telji samtals um 20.000 manns. Verða afhentir rúmlega 40 þúsund nýir rafbílar þar í landi í ár. Til viðbótar þeim eru svo um 12.000 innfluttir notaðir rafbílar.

Fyrstu e-Niro sýningarbílarnir eru nýkomnir til Noregs og fyrstu 100 bílarnir sem afhentir verða kaupendum koma strax eftir áramót. 

mbl.is

Bloggað um fréttina