Ráðherrabílar verða rafvæddir

Ráðherrabílar fyrir framan Stjórnarráðið.
Ráðherrabílar fyrir framan Stjórnarráðið. mbl.is/Sigurður Bogi

Ákveðið hef­ur verið að raf­væða all­ar ráðherra­bif­reiðar, sam­kvæmt til­lögu for­sæt­is­ráðherra sem var samþykkt í rík­is­stjórn í morg­un.

Er það í sam­ræmi við lofts­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðsins og aðgerðaáætl­un stjórn­valda í lofts­lags­mál­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Samþykkt var að hefja þegar und­ir­bún­ing að útboðum í takt við þróun raf­bíla á markaði hér á landi. Stefnt er að því að skipta út öll­um ráðherra­bif­reiðum á næstu árum með það að mark­miði að að þeim tíma liðnum verði all­ar ráðherra­bif­reiðar knún­ar raf­magni.

Þegar hafa verið sett­ar upp raf­hleðslu­stöðvar á bíla­stæði for­sæt­is­ráðuneyt­is, um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is, dóms­málaráðuneyt­is, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is og at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is og stefnt er að upp­setn­ingu slíkra stöðva á bíla­stæðum allra ráðuneyta á næstu mánuðum, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina