Kona þarfnast endurforritunar

Hyundai Kona.
Hyundai Kona.

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai um að innkalla þurfi 66 bifreiðar af gerðinni Hyundai Kona EV, sem framleiddar voru árið 2018. Ástæða innköllunar er forritunargalli í loftpúðaheila. Viðgerð felst í því að endurforrita loftpúðaheilann.

Hringt verður í eigendur umræddra bifreiða og tími fundinn fyrir endurforritun, að því er segir á vef Neytendastofu.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa. 

Hringt verður í eigendur umræddra bifreiða og tími fundinn fyrir endurforritun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka