Tölvan las vitlaust bílnúmer

Vaðlaheiðargöng. Nokkur dæmi eru um mistök við lestur bílnúmera.
Vaðlaheiðargöng. Nokkur dæmi eru um mistök við lestur bílnúmera.

„Það var þarna snjór og slabb og tölvan las vitlausan staf í bílnúmerinu og taldi það mitt. Ég var því rukkuð fyrir tvær ferðir gegnum göngin þó að ég hafi ekki farið norður í lengri tíma,“ segir Áslaug Jónsdóttir bókverkakona.

Áslaugu brá í brún á dögunum þegar hún fékk rukkun frá Vaðlaheiðargöngum. Í ljós kom að mistök voru gerð í tölvu sem les númer á bílum sem fara í gegnum göngin. Áslaug segir að fljótt og vel hafi verið brugðist við kvörtun hennar og rukkunin felld niður.

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir um  þetta mál í Morgunblaðinu í dag, að nokkur dæmi séu um mistök af þessu tagi í göngunum. „Þetta er ekki óþekkt vandamál í búnaði sem þessum. Við erum með tvær mismunandi vélar og ef þær lesa ekki sama númerið reynum við að bera saman og leysa úr því,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina