Kynna hraðskreiðasta jeppa sögunnar

Bentayga Speed lúxusjeppinn nær allt að 305 km/klst hraða.
Bentayga Speed lúxusjeppinn nær allt að 305 km/klst hraða.

Breski lúx­us­bíla­smiður­inn Bentley mæt­ir til leiks með hraðskreiðasta jeppa heims á bíla­sýn­ing­unni í Genf í næsta mánuði. Hann verður bú­inn 626 hestafla 6,0 lítra W12-vél.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Bentley hef­ur birt í aðdrag­anda Genfar­sýn­ing­ar­inn­ar kem­ur fram að há­marks­hraði jepp­ans nýja, Bentayga Speed, verði 305 km/​klst.

Vél­in öfl­uga verður með tvö­faldri forþjöppu og skil­ar alls 900 Nm upp­taki. Það dug­ar til að koma lúxusjepp­an­um úr kyrr­stöðu í hundraðið á aðeins 3,7 sek­únd­um.

Til að koma öllu afl­inu sem skil­virk­ast niður í mal­bikið nýt­ir Bentayga Speed-jepp­inn fjór­hjóla­drif og átta hraða sjálf­skipt­ingu. Fjór­ar mis­mun­andi still­ing­ar á vél- og fjöðrun­ar­búnaði má velja til brúks, eft­ir aðstæðum.

Í raun er þarna um að ræða sömu þrjá akst­urs­hami og í grunnút­gáfu Bentayga – Com­fort, Bentley og Cu­stom – en síðan hef­ur Bentley bætt við fjórða hamn­um, Sport, sem lag­ar viðbragð vél­ar og skipt­ing­ar ásamt því að stilla fjöðrun­ina til „sport­legri og áreynslu­meiri“ akst­urs.

Sjón verður sögu rík­ari er Bentayga Speed kem­ur í fyrsta sinn fyr­ir sjón­ir al­mennn­ings, í Genf í mars.

agas@mbl.is

Bentayga Speed lúxusjepp­inn nær allt að 305 km/​klst hraða.
Allt er eins og á best verður kosið í stjórnklefa …
Allt er eins og á best verður kosið í stjórn­klefa Bentayga Speed lúxusjepp­ans.
Aftursæti Bentayga Speed lúxusjeppans eru ekki amaleg.
Aft­ur­sæti Bentayga Speed lúxusjepp­ans eru ekki ama­leg.
Ávalar línur einkenna Bentayga Speed.
Ával­ar lín­ur ein­kenna Bentayga Speed.
Frágangur í innra rými er fágaður og til eftirbreytni.
Frá­gang­ur í innra rými er fágaður og til eft­ir­breytni.
Stærðar vindskeið á afturbrún þaks tryggir afturhjólunum gott veggrip.
Stærðar vind­skeið á aft­ur­brún þaks trygg­ir aft­ur­hjól­un­um gott veggrip.
Bentayga Speed lúxusjeppinn.
Bentayga Speed lúxusjepp­inn.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »