Kynna hraðskreiðasta jeppa sögunnar

Bentayga Speed lúxusjeppinn nær allt að 305 km/klst hraða.
Bentayga Speed lúxusjeppinn nær allt að 305 km/klst hraða.

Breski lúxusbílasmiðurinn Bentley mætir til leiks með hraðskreiðasta jeppa heims á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Hann verður búinn 626 hestafla 6,0 lítra W12-vél.

Samkvæmt upplýsingum sem Bentley hefur birt í aðdraganda Genfarsýningarinnar kemur fram að hámarkshraði jeppans nýja, Bentayga Speed, verði 305 km/klst.

Vélin öfluga verður með tvöfaldri forþjöppu og skilar alls 900 Nm upptaki. Það dugar til að koma lúxusjeppanum úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,7 sekúndum.

Til að koma öllu aflinu sem skilvirkast niður í malbikið nýtir Bentayga Speed-jeppinn fjórhjóladrif og átta hraða sjálfskiptingu. Fjórar mismunandi stillingar á vél- og fjöðrunarbúnaði má velja til brúks, eftir aðstæðum.

Í raun er þarna um að ræða sömu þrjá aksturshami og í grunnútgáfu Bentayga – Comfort, Bentley og Custom – en síðan hefur Bentley bætt við fjórða hamnum, Sport, sem lagar viðbragð vélar og skiptingar ásamt því að stilla fjöðrunina til „sportlegri og áreynslumeiri“ aksturs.

Sjón verður sögu ríkari er Bentayga Speed kemur í fyrsta sinn fyrir sjónir almennnings, í Genf í mars.

agas@mbl.is

Bentayga Speed lúxusjeppinn nær allt að 305 km/klst hraða.
Allt er eins og á best verður kosið í stjórnklefa …
Allt er eins og á best verður kosið í stjórnklefa Bentayga Speed lúxusjeppans.
Aftursæti Bentayga Speed lúxusjeppans eru ekki amaleg.
Aftursæti Bentayga Speed lúxusjeppans eru ekki amaleg.
Ávalar línur einkenna Bentayga Speed.
Ávalar línur einkenna Bentayga Speed.
Frágangur í innra rými er fágaður og til eftirbreytni.
Frágangur í innra rými er fágaður og til eftirbreytni.
Stærðar vindskeið á afturbrún þaks tryggir afturhjólunum gott veggrip.
Stærðar vindskeið á afturbrún þaks tryggir afturhjólunum gott veggrip.
Bentayga Speed lúxusjeppinn.
Bentayga Speed lúxusjeppinn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina