Helmingi hjólbarða ábótavant

Könnun VÍS á 100 bílum leiddi í ljós að of …
Könnun VÍS á 100 bílum leiddi í ljós að of margir ökumenn eru ekki með nægjanlega góð dekk undir bílunum sínum. mbl.is/​Hari

Meira en helm­ing­ur allra bíla er með of lít­inn, mik­inn eða mis­mik­inn loftþrýst­ing í dekkj­um sam­kvæmt nýrri könn­un sem VÍS gerði á ástandi dekkja um 100 tjóna­bíla. Í til­kynn­ingu frá VÍS seg­ir að það verði að telj­ast áhyggju­efni því loftþrýst­ing­ur hef­ur áhrif á stöðug­leika, heml­un­ar­vega­lengd og þar af leiðandi al­mennt ör­yggi öku­tækja.

53% bíla í könn­un­inni voru með of lít­inn, mik­inn eða mis­jafn­an loftþrýst­ing í dekkj­um, en 43% í fyrra og 8% voru á sum­ar­dekkj­um að hluta eða öllu leyti, sam­an­borið við 2% í fyrra. Þá voru 45% bíla á negld­um dekkj­um í ár og 45% á vetr­ar- og heils­árs­dekkj­um og þar af 29% á dekkj­um sem voru merkt hvort tveggja.  

Könn­un VÍS leiddi einnig í ljós að of marg­ir öku­menn eru ekki með nægj­an­lega góð dekk und­ir bíl­un­um sín­um. Til dæm­is voru 14% öku­tækja með hjól­b­arða sem höfðu minna en 3 mm dekkja­mynst­ur, en 3 mm er það lág­marks­viðmið sem sett hef­ur verið í regl­um um mynst­urs­dýpt yfir vetr­ar­tíma. Þá voru 8% öku­tækja á sum­ar­dekkj­um að hluta eða öllu leyti, þrátt fyr­ir að könn­un­in hafi verið gerð um há­vet­ur.

VÍS hef­ur frá 2012 gert kann­an­ir á dekkja­búnaði tjóna­bíla að vetri til og má sjá mikla breyt­ingu til batnaðar sér í lagi eft­ir 2014 þegar regl­ur um mynst­urs­dýpt hjól­b­arða yfir vetr­ar­tíma voru hert­ar.

Árið í fyrra kom mjög vel út miðað við fyrri kann­an­ir en í ár er annað upp á ten­ingn­um því sam­kvæmt könn­un­inni sem gerð var núna í fe­brú­ar komu all­ar mæl­ing­ar um ástand dekkja verr út en árið á und­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »