Alpine tekur fram úr Porsche

Alpine A110
Alpine A110

Ný útgáfa franska sportbílsins Alpine hefur hlotið góðar móttökur í heimalandinu og selst í fleiri eintökum frá áramótum en Porsche. Þykir það meiri gæðastimpill en annað að taka fram úr þýska sportbílamerkinu.

Alpine A110 hefur verið kynntur sem valkostur við Porsce 718 Cayman. Hann er með 252 hestafla fjögurra strokka og 1,8 lítra forþjappaða vél sem komið er fyrir í skottinu.Porsche er aftur á móti með 300 hesta, tveggja lítra og forþjappaða fjögurra strokka afturlæga vél. 

Tómaþyngd A110 er 1.103 kíló en 718 Cayman 1.440 kíló. Sá fyrrnefndi er með tvöfalda kúplingu sem staðalbúnað en það er valkostur hjá Porsche.

Ódýrasta útgáfa af Alpine kostar 55.800 evrur í Frakklandi og 59.300 í tilviki Porsche. Á fyrsta ársfjórðungi 2019 seldust 847 eintök af Alpine en 654 af Porsche af öllum útgáfum bílanna.

Alpine fagnar líka þeim áfanga að hafa selst betur en Jaguar á fjórðungnum en af breska sportbílnum seldust 818 eintök.

Framleiðsla Alpine lá niðri árum saman en nú hefur nýju lífi verið hleypt í hinn fræga sportbílasmið. Viðtökurnar undanfarið hafa verið forsvarsmönnum Alpine mikil hvatning til að þróa nýja sportbílalínu. Nú þegar mun í farvatninu að bjóða upp á A110 með 300 hesta vél undir lok ársins.

Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110 Ljósmynd/Wikipedia CC
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
Alpine A110
mbl.is