Alpine tekur fram úr Porsche

Alpine A110
Alpine A110

Ný út­gáfa franska sport­bíls­ins Alp­ine hef­ur hlotið góðar mót­tök­ur í heima­land­inu og selst í fleiri ein­tök­um frá ára­mót­um en Porsche. Þykir það meiri gæðastimp­ill en annað að taka fram úr þýska sport­bíla­merk­inu.

Alp­ine A110 hef­ur verið kynnt­ur sem val­kost­ur við Porsce 718 Caym­an. Hann er með 252 hestafla fjög­urra strokka og 1,8 lítra forþjappaða vél sem komið er fyr­ir í skott­inu.Porsche er aft­ur á móti með 300 hesta, tveggja lítra og forþjappaða fjög­urra strokka aft­ur­læga vél. 

Tómaþyngd A110 er 1.103 kíló en 718 Caym­an 1.440 kíló. Sá fyrr­nefndi er með tvö­falda kúpl­ingu sem staðal­búnað en það er val­kost­ur hjá Porsche.

Ódýr­asta út­gáfa af Alp­ine kost­ar 55.800 evr­ur í Frakklandi og 59.300 í til­viki Porsche. Á fyrsta árs­fjórðungi 2019 seld­ust 847 ein­tök af Alp­ine en 654 af Porsche af öll­um út­gáf­um bíl­anna.

Alp­ine fagn­ar líka þeim áfanga að hafa selst bet­ur en Jagu­ar á fjórðungn­um en af breska sport­bíln­um seld­ust 818 ein­tök.

Fram­leiðsla Alp­ine lá niðri árum sam­an en nú hef­ur nýju lífi verið hleypt í hinn fræga sport­bíla­smið. Viðtök­urn­ar und­an­farið hafa verið for­svars­mönn­um Alp­ine mik­il hvatn­ing til að þróa nýja sport­bíla­línu. Nú þegar mun í far­vatn­inu að bjóða upp á A110 með 300 hesta vél und­ir lok árs­ins.

Alpine A110
Alp­ine A110
Alpine A110
Alp­ine A110
Alpine A110
Alp­ine A110
Alpine A110
Alp­ine A110 Ljós­mynd/​Wikipedia CC
Alpine A110
Alp­ine A110
Alpine A110
Alp­ine A110
Alpine A110
Alp­ine A110
Alpine A110
Alp­ine A110
Alpine A110
Alp­ine A110
Alpine A110
Alp­ine A110
Alpine A110
Alp­ine A110
mbl.is

Bílar »