Tileinkar sér tæknina

Kári Arnórsson við Nissan Leaf bílinn.
Kári Arnórsson við Nissan Leaf bílinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvort sem búið er á Húsavík eða í Reykjavík er bíll nauðsynlegt farartæki. Jafnvel rafbíll. Kári Arnórsson, fyrrverandi skólastjóri og formaður Landssambands hestamannafélaga, hefur reynslu af því.

Hann verður 88 ára í sumar og ekur um á nýlegum rafbíl, Nissan Leaf árgerð 2018, auk þess sem hann er með jeppa vegna hestamennsku, en hann er með hrossarækt á Vindási við Hvolsvöll.

„Kannski er ég elsti maðurinn á rafbíl, en ég hef átt hann síðan í nóvember,“ segir Kári. „Ég var með annan frá Nissan en eftir að keyrt var utan í hann og hann skemmdur fékk ég þennan í staðinn.“ Hann bætir við að eiginkonan, Ingibjörg Áskelsdóttir, hafi stungið upp á því að rafbílavæðast. „Ég er mjög sáttur við það vegna þess að það er miklu ódýrara að aka um á svona bíl en bensín- eða dísilbíl auk þess sem kolefnissporin, sem allir tala um, eru mun færri.“

Sjá viðtal við Kára í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Loka