Bílarnir þykkna og þyngjast

Síðustu misseri hafa bílar í öllumstærðarflokkum verið að gildna íallar …
Síðustu misseri hafa bílar í öllumstærðarflokkum verið að gildna íallar áttir og þyngjast um leið.

Bílar þyngjast jafnt og þétt séu upplýsingar frá bifreiðaframleiðendum og bifreiðaeftirlitinu skoðaðar.

Árið 2018 voru nýskráðir bílar til að mynda um 66 kílóum þyngri að meðaltali en við upphaf aldarinnar, fyrir 19 árum.

Skýringin er fyrst og fremst fólgin í auknum og ómissandi þæginda-, öryggis- og mengunarvarnarbúnaði bílanna.

Á ofangreindu tímabili hefur hámarksþungi bíla aukist að meðaltali úr 1.711 í 1.812 kíló. Sem hefur leitt til þess að afl bíla hefur orðið að auka, eða úr 96 hestöflum í 116, að meðaltali. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: