BYD á toppinn

BYD e6 rafbíllinn. Allir nýir bílar í Kína verða rafdrifnir …
BYD e6 rafbíllinn. Allir nýir bílar í Kína verða rafdrifnir í síðasta lagi árið 2030.

Kínverski bílsmiðurinn BYD seldi 71.504 rafbíla í maí og getur því gert tilkall til þess að teljast söluhæsti rafbílasmiður heims.

Um var að ræða 150% aukningu frá sama mánuði fyrir ári. 

Tesla seldi 63.000 bíla í mánuðinum sem er tvöföld aukning frá fyrra ári.

Renault-Nissan samsteypan seldi 60.031 rafdrifin eintök eða 21% fleira en í maí 2018.

Annar kínverskur bílaframleiðandi, Geely, varð í fjórða sæti en hann seldi 34.746 rafbíla í maí sem er 109% aukning.

Í fimmta sæti varð BMW með 20.208 bíla eða 5% fleiri en í fyrra.

Þessir fimm bílsmiðir framleiddu  helming allra rafdrifinna bíla í nýliðnum maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina