Flótti frá Frankfurt

Frá bílasýningunni í Frankfurt 2017.
Frá bílasýningunni í Frankfurt 2017.

Útlit er fyrir að bílasýningin í Frankfurt 12. til 22. september næstkomandi verði rislægri en nokkru sinni.

Ástæða þessa er að bílaframleiðendur hafa margir hverjir kippt að sér hendi og boðað forföll í Frankfurt. Þar á meðal eru Citroen, DS, Peugeot, Renault og Dacia.

Hið sama á við um FCA-samsteypuna en innan hennar eru tegundir sem Alfa Romeo, Fiat, Abarth og Jeep.

Loks hafa verið að bætast í fráveruhópinn bílsmiðirnir Ferrari, Toyota, Lexus, Vovlo og Kia, að sögn franska bílaritsins Auto Plus.

Frumskýringin á þessum flótta framleiðenda frá hefðbundnum bílasýningum er að þær þykja ekki endilega lengur besti vettvangurinn til að selja nýja bíla. Hafa þeir verið að færa sig í aðrar áttir með kynningarmál sín, og þá sérstaklega inn á veraldarvefinn.

Þessi sama þróun gerði vart við sig í aðdraganda Parísarsýningarinnar í fyrra en þar er um að ræða stærstu bílasýningu heims.

mbl.is

Bloggað um fréttina