Flótti frá Frankfurt

Frá bílasýningunni í Frankfurt 2017.
Frá bílasýningunni í Frankfurt 2017.

Útlit er fyr­ir að bíla­sýn­ing­in í Frankfurt 12. til 22. sept­em­ber næst­kom­andi verði ris­lægri en nokkru sinni.

Ástæða þessa er að bíla­fram­leiðend­ur hafa marg­ir hverj­ir kippt að sér hendi og boðað for­föll í Frankfurt. Þar á meðal eru Citroen, DS, Peu­geot, Renault og Dacia.

Hið sama á við um FCA-sam­steyp­una en inn­an henn­ar eru teg­und­ir sem Alfa Romeo, Fiat, Abarth og Jeep.

Loks hafa verið að bæt­ast í frá­veru­hóp­inn bílsmiðirn­ir Ferr­ari, Toyota, Lex­us, Vovlo og Kia, að sögn franska bíla­rits­ins Auto Plus.

Frum­skýr­ing­in á þess­um flótta fram­leiðenda frá hefðbundn­um bíla­sýn­ing­um er að þær þykja ekki endi­lega leng­ur besti vett­vang­ur­inn til að selja nýja bíla. Hafa þeir verið að færa sig í aðrar átt­ir með kynn­ing­ar­mál sín, og þá sér­stak­lega inn á ver­ald­ar­vef­inn.

Þessi sama þróun gerði vart við sig í aðdrag­anda Par­ís­ar­sýn­ing­ar­inn­ar í fyrra en þar er um að ræða stærstu bíla­sýn­ingu heims.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »