Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar á fjórða tímanum í dag eftir að tveir bílar festu sig í á við Flæður á Gæsavatnaleið, við norðanverðan Vatnajökul. Þrennt sat fast ofan á þökum bifreiðanna.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var óskað eftir aðstoð þyrlunnar vegna þess hversu erfitt það getur verið að komast úr í árnar á Flæðum.
Þyrlan fór í loftið 15.48 og var komin á staðinn rétt fyrir fimm. Fólkið var þá uppi á bílunum sem voru í hálfu kafi.
Enga stund tók að koma fólkinu í land þegar þyrlan var komin á staðinn en bílarnir sitja enn fastir.