10 milljónir Mini

Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan ti …
Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan ti lhægri.

Því var fagnað í lok nýliðinnar viku, að smíðaðir höfðu verið 10 milljónir Mini-bíla. Ber þessi áfangi upp á sextugasta afmælisár breska bílsmiðsins.

Tíu milljónasti bíllinn rann af færiböndum Mini-smiðjunnar í Oxford þann 24.júlí síðastliðinn. Er hann fyrsti bíllinn í sérstakri útgáfu sem sérsmíðaður er í tilefni afmælisins.

Til að fagna áfanganum var eigendum Mini í Bretlandi boðið til samkvæmis sl. föstudag í bílsmiðjunni í Oxford. Var þar saman kominn einn bíll frá hverju smíðaári í sögu Mini. Í sérstökum hópakstri unnenda Minibíla fór fyrsti bíllinn sem framleiddur var.

Alls voru smíðuð 5,3 milljónir eintaka af hinum upprunalega Mini en afgangurinn eftir að BMW tók yfir rekstur fyrirtækisins 2001. Megin þungi framleiðslunnar fer fram í Oxford en í smiðju í Hams Hall nærri Birmingham hafa vélarnar verið smíðaðar í seinni tíð og þar hafa plötur í yfirbyggingunni verið mótaðar.

Um þúsund eintök af Mini eru framleidd dag hvern en með öðrum orðum felst í því að nýr bíll renni af færiböndunum á 67 sekúndna fresti. Þótt blæjubíllinn og Countryman séu smíðaðir í Hollandi fara 80% heildarframleiðslu Mini fram í Bretlandi.

Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan ti …
Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan ti lhægri.
Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan ti …
Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan ti lhægri.
Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan til …
Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan til hægri. Hér á ferð í Oxford þar sem báðir voru smíðaðir.
Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan til …
Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan til hægri. Hér á ferð í Oxford þar sem báðir voru smíðaðir.
mbl.is