Jessi Combs, sem var álitin „hraðskreiðasta konan á fjórum hjólum”, lést í bílslysi á þriðjudaginn þegar hún reyndi að bæta sitt eigið met.
Slysið varð í Alvord-eyðimörkinni og var Combs úrskurðuð látin á staðnum.
Combs, sem var 39 ára, hlaut titilinn „hraðskreiðasta konan” árið 2013 þegar hún ók bíl sínum á 641 km hraða á klukkustund og að sögn lögreglunnar lést hún er hún reyndi að bæta árangurinn.
Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins.
It's with a heavy heart that I pass along the news that Jessi Combs passed away yesterday while attempting to break a land speed record. I also had the chance to attempt this record but it wasn't my turn...this hits home for me. Godspeed, Jessi Combs. pic.twitter.com/bfE2N9Cy2k
— Valerie Thompson (@ValerieThompson) August 28, 2019
Combs, sem einnig kom fram í hinum ýmsum sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum, hafði áður reynt að bæta metið í október í fyrra. Þá tókst henni að fara hraðar en nokkru sinni fyrr en vegna tæknivandræða var metið ekki gilt.
Hún hafði sett sér það markmið að slá met hinnar bandarísku Kitty O´Neil frá árinu 1976, sem var titluð „hraðskreiðasta konan í heiminum”, en það met var einnig sett í Alvord-eyðimörkinni.
Jessi Combs admitted she was ‘crazy’ for trying to smash 512mph land-speed record in haunting Instagram days before her death https://t.co/YhinRsHqMn pic.twitter.com/oCH78YXdka
— The California Sun (@Thecalifornias3) August 29, 2019