Þrengt að mengunarbílum

Skortur á skilvirkum og aflmiklum rafgeymum kann að standa þróun …
Skortur á skilvirkum og aflmiklum rafgeymum kann að standa þróun og smíði rafbíla fyrir þrifum.

Þing Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hef­ur samþykkt að dregið skuli úr los­un bíla á gróður­húsalofti um sem  nem­ur 40% fram til árs­ins 2030.

Þingið gekk lengra en fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins sem áður hafði lagt til að los­un­in skyldi lækkuð um 30% á þessu sama tíma­bili. Sam­tök evr­ópskra bíla­fram­leiðenda hafði lagt til 20% minnk­un los­un­ar.

Sam­kvæmt samþykkt þings­ins verður meðaltals­los­un bíla­flot­ans 57 grömm kolt­víild­is á kíló­metra árið 2030. Spurt er hvort það sé raun­hæft og svarið er já á þeirri for­sendu að meiri­hátt­ar raf­væðing eigi sér í fram­leiðslu nýrra bíla næstu tíu árin.

Það er helst að raf­geym­a­fram­leiðend­ur muni eiga erfitt með að smíða raf­geyma í nógu magni og mun öfl­ugri en nú eru. Það er tal­in vera helsta tækni­hindr­un­in fyr­ir því að áform Evr­ópuþings­ins nái fram að ganga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »