Sjálfekinn dráttarvagn

Hlassi mokað upp í hið sjálfekna flutningatæki Scania, AXL.
Hlassi mokað upp í hið sjálfekna flutningatæki Scania, AXL.

Það stytt­ist í að jafn­vel stærðar grjót­flutn­inga­bíl­ar verði sjálfekn­ir, alla vega þykir ekki svo langt í það í framtíðinni.

Bæði Volvo og MAN tóku sitt­hvað af framtíðarbúnaði sín­um á flutn­inga­tækja­sýn­ingu í Lillestrøm í Nor­egi. Scania ákvað að bíða ögn með það en sjálfeknu flutn­inga­tæki þess, AXL,  mun hægt að fjar­stýra.

Volvo tefldi fram VERA, sjálf­virk­um drátt­ar­vagni sem er ekki aðeins ný­stár­leg­ur held­ur greini­legt framtíðar­tól.

Virða þurfti hins veg­ar TGM 26.360 frá MAN tvisvar fyr­ir sér áður en viðkom­andi áttaði sig á að þar var á ferðinni framtíðar­tæki í formi raf­knú­ins þró­un­ar­vöru­bíls.

Hið sjálfekna flutningatæki Scania, AXL, í grjótnámu.
Hið sjálfekna flutn­inga­tæki Scania, AXL, í grjót­námu.
Hið sjálfekna flutningatæki Scania, AXL, í grjótnámu.
Hið sjálfekna flutn­inga­tæki Scania, AXL, í grjót­námu.
Hið sjálfekna flutningatæki Scania, AXL, í grjótnámu.
Hið sjálfekna flutn­inga­tæki Scania, AXL, í grjót­námu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »