Það styttist í að jafnvel stærðar grjótflutningabílar verði sjálfeknir, alla vega þykir ekki svo langt í það í framtíðinni.
Bæði Volvo og MAN tóku sitthvað af framtíðarbúnaði sínum á flutningatækjasýningu í Lillestrøm í Noregi. Scania ákvað að bíða ögn með það en sjálfeknu flutningatæki þess, AXL, mun hægt að fjarstýra.
Volvo tefldi fram VERA, sjálfvirkum dráttarvagni sem er ekki aðeins nýstárlegur heldur greinilegt framtíðartól.
Virða þurfti hins vegar TGM 26.360 frá MAN tvisvar fyrir sér áður en viðkomandi áttaði sig á að þar var á ferðinni framtíðartæki í formi rafknúins þróunarvörubíls.