Lögregla minnir á nýju umferðarlögin

Ný umferðarlög tóku gildi hér á landi í gær og …
Ný umferðarlög tóku gildi hér á landi í gær og í þeim eru þó nokkrar breytingar. Skjáskot úr myndbandi lögreglunnar

Ný umferðarlög tóku gildi hér á landi í gær og í þeim eru þó nokkrar breytingar. Lögreglan er byrjuð að minna fólk á gildistöku laganna og birtir í dag myndband með áminningu um að ökuljós, bæði að framan og aftan, þurfi að vera kveikt öllum stundum óháð aðstæðum.

Helstu nýmæli í umferðarlögunum eru tekin saman á vef Samgöngustofu.

Með nýju lögunum er verið að lögfesta ýmis atriði sem áður hafa einungis verið siðir og hefðir í umferðinni eða atriði í reglugerðum, auk þess sem verið er að gera breytingar á ýmsum atriðum.

Nýju umferðarlögin leysa af hólmi umferðarlög sem tóku gildi árið 1987, fyrir 32 árum.


 

mbl.is

Bloggað um fréttina