Brimborg fagnar 100 ára afmæli Mazda með stórsýningu og veglegum afmælistilboðum á fjölmörgum gerðum af Mazda bílum. Gleðin hefst á morgun, laugardaginn 8. febrúar, í Reykjavík og á Akureyri.
„Mazda er í sérflokki japanskra bílasmiða hvað varðar hönnun og þar leikur hönnunarstefna Mazda, Kodo: Soul of Motion lykilhlutverk. Velgengni Mazda hefur verið mikil og heil öld í bílaframleiðslu segir meira en mörg orð. Ástríðufull nálgun Mazda á bílahönnun hefur fært Mazda yfir 350 verðlaun fyrir hönnun og nýsköpun, allt frá hinum eftirsóttu Red Dot Design verðlaunum til titilsins bílslársins hjá What Car?,“ segir í tilkynnningu.
Þar segir einnig, að með nýrri hönnun Mazda og natni við smáatriði sé japanski bílaframleiðandinn að stimpla sig inn á lúxusbílamarkaðinn. Innra rýmið sé hannað með gæðaefnum og áferð sem gælir við skynfærin. Mazda býður upp á einstaklega hljóðlátt innra rými þar sem veghljóð hefur verið lágmarkað. Ríkulegur staðalbúnaður og framúrskarandi öryggistækni verði til þess að ökumaður upplifir einstaka tilfinningu.
Vélar Mazda hafa vakið athygli en þær byggjast á því sem bílsmiðurinn kallar Skyactiv-X tækni, sem að sögn Brimborgar gerir kleift að auka afl umtalsvert en um leið draga úr eyðslu og mengun. Skilar Skyactiv-X 180 hestöflum og eyðir aðeins 5,6 lítrum per 100 km. Losar hú 131 grömm koltvíildis á kílómetra.