Nýr Defender stekkur 30 metra

Það mæddi mikið á hinum nýja Land Rover Defender við …
Það mæddi mikið á hinum nýja Land Rover Defender við kvikmyndatökurnar.

Nýr Land Rover Defender fékk það óþvegið í nýrri James Bond mynd Það er óhætt að segja að bílnum hafi ekki verið hlíft við gerð nýjustu kvikmyndarinnar um James Bond, No Time To Die, því í hverri tökunni á fætur annarri flugu þeir í loftköstum í æsilegum eltingarleikjum. Þar á meðal er eitt 30 metra stökk og heilhringur.

Bílarnir sem notaðir voru eru fyrstu bílarnir sem komu af færibandinu og þeim var ekki breytt sérstaklega fyrir tökurnar. Alls notuðu framleiðendur myndarinnar tíu nýja Defender, þar á meðal þann sem var númer 007 á framleiðslulínunni.

„Frá því að Land Rover forkynnti bílinn í september sl., hefur fyrirtækið notið fordæmalauss áhuga álmennings á nýja bílnum og hlaðast pantanir viðskiptavina upp hjá flestöllum umboðsaðilum sem byrja afhendingar á fyrstu bílunum á vormánuðum eða um svipað leyti og kvikmyndin No Time To Die fer í sýningar. Von er á fyrstu bílunum til BL í vor,“ segir í tilkynningu.

Kröftugur bíll

Það mæddi mikið á hinum nýja Land Rover Defender við …
Það mæddi mikið á hinum nýja Land Rover Defender við kvikmyndatökurnar.


Myndirnar og og myndskeið sem fylgja fréttinni voru teknar við auglýsingagerð Land Rover í Skotlandi þar sem myndatökur No Time To Die fóru líka fram, og var bílunum í engu hlíft við akstur á hámarkshraða um mýrar og móa og yfir ár. Meðal annars valt einn Defender bílanna heilhring og var ekið viðstöulaust áfram eftir að hann lenti aftur á hjólunum. Áhættuatriðunum í tökunum stjórnaði Lee Morrison ásamt Chris Corbould sem hlotið hefur Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatæknibrellur. „Við ýttum Defender meðvitað á ystu mögulegu nafir til að skapa hámarksspennu og til að gefa aðdáendum innsýn í þær gríðarlegu áskoranir sem bílaatriðin og kvikmyndatökurnar voru þannig að áhorfendurnir geti hlakkað virkilega til þess að sjá kvikmyndina sem frumsýnd verður í apríl,“ sagði Morrison að tökunum loknum.

Land Rover hefur átt samstarf við framleiðendur kvikmyndanna um James Bond í 37 ár eða frá 1983 þegar Range Rover Convertible var notaður við gerð myndarinnar Octopussy. Í nýjustu myndinni eru notaðir tíu Land Rover Defender bílar, einn Range Rover Sport SVR, Land Rover Series III og Range Rover Classic.

mbl.is