Nýr Defender stekkur 30 metra

Það mæddi mikið á hinum nýja Land Rover Defender við …
Það mæddi mikið á hinum nýja Land Rover Defender við kvikmyndatökurnar.

Nýr Land Rover Def­end­er fékk það óþvegið í nýrri James Bond mynd Það er óhætt að segja að bíln­um hafi ekki verið hlíft við gerð nýj­ustu kvik­mynd­ar­inn­ar um James Bond, No Time To Die, því í hverri tök­unni á fæt­ur ann­arri flugu þeir í loft­köst­um í æsi­leg­um elt­ing­ar­leikj­um. Þar á meðal er eitt 30 metra stökk og heil­hring­ur.

Bíl­arn­ir sem notaðir voru eru fyrstu bíl­arn­ir sem komu af færi­band­inu og þeim var ekki breytt sér­stak­lega fyr­ir tök­urn­ar. Alls notuðu fram­leiðend­ur mynd­ar­inn­ar tíu nýja Def­end­er, þar á meðal þann sem var núm­er 007 á fram­leiðslu­lín­unni.

„Frá því að Land Rover forkynnti bíl­inn í sept­em­ber sl., hef­ur fyr­ir­tækið notið for­dæma­lauss áhuga álmenn­ings á nýja bíln­um og hlaðast pant­an­ir viðskipta­vina upp hjá flest­öll­um umboðsaðilum sem byrja af­hend­ing­ar á fyrstu bíl­un­um á vor­mánuðum eða um svipað leyti og kvik­mynd­in No Time To Die fer í sýn­ing­ar. Von er á fyrstu bíl­un­um til BL í vor,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Kröft­ug­ur bíll

Það mæddi mikið á hinum nýja Land Rover Defender við …
Það mæddi mikið á hinum nýja Land Rover Def­end­er við kvik­mynda­tök­urn­ar.


Mynd­irn­ar og og mynd­skeið sem fylgja frétt­inni voru tekn­ar við aug­lýs­inga­gerð Land Rover í Skotlandi þar sem mynda­tök­ur No Time To Die fóru líka fram, og var bíl­un­um í engu hlíft við akst­ur á há­marks­hraða um mýr­ar og móa og yfir ár. Meðal ann­ars valt einn Def­end­er bíl­anna heil­hring og var ekið viðstö­u­laust áfram eft­ir að hann lenti aft­ur á hjól­un­um. Áhættu­atriðunum í tök­un­um stjórnaði Lee Morri­son ásamt Chris Cor­bould sem hlotið hef­ur Óskar­sverðlaun fyr­ir kvik­mynda­tækni­brell­ur. „Við ýtt­um Def­end­er meðvitað á ystu mögu­legu nafir til að skapa há­marks­spennu og til að gefa aðdá­end­um inn­sýn í þær gríðarlegu áskor­an­ir sem bíla­atriðin og kvik­mynda­tök­urn­ar voru þannig að áhorf­end­urn­ir geti hlakkað virki­lega til þess að sjá kvik­mynd­ina sem frum­sýnd verður í apríl,“ sagði Morri­son að tök­un­um lokn­um.

Land Rover hef­ur átt sam­starf við fram­leiðend­ur kvik­mynd­anna um James Bond í 37 ár eða frá 1983 þegar Range Rover Con­verti­ble var notaður við gerð mynd­ar­inn­ar Octop­us­sy. Í nýj­ustu mynd­inni eru notaðir tíu Land Rover Def­end­er bíl­ar, einn Range Rover Sport SVR, Land Rover Series III og Range Rover Classic.

mbl.is