Frumsýna nýjan Volvo XC40 Recharge

Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.

Brimborg frumsýnir nýjan Volvo XC40 Recharge rafhlaðinn tengiltvinnbíl á morgun, laugardaginn 22. febrúar, að Bíldshöfða 6 í Reykjavík klukkan  12-16.

Volvo XC40 hefur hlotið lof um allan heim fyrir einstaka hönnun að utan sem innan síðan hann kom á markað í fjórhjóladrifs dísilútgáfu. Var hann meðal annars valinn bíll ársins í Evrópu 2019.

Nú kynnir Brimborg hann í nýrri framdrifinni tengiltvinnútgáfu. Í aflrásinni er úr 262 hestöflum að að spila og dugar rafhleðslan til 51-56 kílómetra akstur. Meðaleyðsla bensíns er 2,0 -2,4 lítrar á hundraðið.

„Volvo XC40 Recharge er vel búinn, öruggur bíll fyrir þá sem vilja stíga inn í rafmagnaða og umhverfisvæna framtíð án þess að hafa áhyggur af drægni og gæðum. Glæsilegur rafmagnaður bíll með miklu rými. Hann leysir helsta vandamál rafmagnsbílana sem enn eru takmörkuð í drægi. Öflug og skilvirk akstursupplifun þar sem hægt er að komast um á rafmagninu einu í venjulegri daglegri notkun en hafa síðan bensínið til að komast í lengri ferðir án þess að þurfa að hlaða. Það þarf því ekki að hafa áhyggjur af rafmagnsleysi á lengri ferðum eða hvort hleðslustöðvar séu á leiðinni jafnvel þó ferðavaginn sé tekinn með en dráttargeta Volvo XC40 T5 PHEV er 1.800 kg,“ segit í tilkynningu.

Yfir 50 Volvo XC40 Recharge hafa verið seldir í forsölu Brimborgar áður en að bíllinn sjálfur er frumsýndur hér á landi.  Verð bílsins er frá 5.090.000 krónum.

Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volvo XC40 Recharge.
mbl.is