Það telst alltaf til tíðinda þegar Toyota kynnir nýja kynslóð af hinum vinsæla Yaris. Næsta kynslóð er væntanleg á göturnar í haust en vegna mikils áhuga á bílnum hefur Toyota á Íslandi fengið sýningareintak til landsins.
Þessi fyrsti Yaris af nýju kynslóðinni kom til landsins í dag og verður til sýnis hjá Toyota Kauptúni frá og með laugardeginum 7. mars.
Bíllinn er ný frá grunni og byggður eftir svonefndri TNGA hönnunarstefnu Toyota með nýrri 1,5 llítra bensínvél sem einnig er fáanleg í tvinnútfærslu. Sú er með nýjum litíumjóna rafhlöðu sem eykur enn afköstin og mögulegt verður að keyra á rafmagninu einu saman í mun lengri tíma og á meiri hraða en áður, að sögn Toyota.
„Yaris er búinn nýjustu tækni meðal annars Toyota Connect og fullkomnum árekstrarvörnum. Hann er nettur og meðfærilegur og hentar vel við fjölbreyttar aðstæður,“ segir í tilkynningu.
Opið er hjá Toyota Kauptúni á morgun, laugardag, frá kl. 12:00 til 16:00 og aðra virka daga frá klukkan 7:45 – 18:00.